Aum umfjöllun um gagnaukinn veruleika í RÚV

ingress-PS-1024x500Ég verð að segja að ég er svolítið ósáttur við umfjöllunina um gagnaukinn veruleika í fréttum í RÚV í kvöld. Mér fannst viðmælandi fréttamanns gera frekar lítið úr möguleikum þessarar stórkostlegu tækni. Gagnaukinn veruleiki (GV), sem var kallaður „aukinn veruleiki” (sem mér finnst ekki góð þýðing) í fréttinni, er þýðing á enska hugtakinu „augmented reality” (sjá hér af hverju ég vil kalla þetta „gagnaukinn veruleika”).

Í stórum dráttum verður GV til þegar skynjarar og gögn sem eru sótt yfir nettengingar í snjalltækjum eru notuð til að búa til yfirlag yfir veruleikann til að auka gagnsemi og upplýsingagildi hans. Ég hef fjallað mikið um þessa tækni og sérstaklega möguleika hennar í námi og kennslu í einhver ár núna. Mér finnst frábært að sjá umræðuna breiðast út en er ósáttur við að tæknin sé gerð að einföldu „gimmick” til að skemmta nemendum.

Í fréttinni sagði viðmælandinn, sem tengist samstarfsverkefni sem Háskólinn á Akureyri tekur þátt í, að helsti kostur tækninnar er „wow faktorinn”, þ.e. að tæknin gerir hið hversdagslega sem notað er í námi skemmtilegra og áhugaverðar. GV getur gert miklu meira en það og býður upp á mjög spennandi möguleika til að samþætta nám, nýta tækni í tengslum við nám, auka sköpun í námi og margt fleira.

Ég hef fjallað um þetta allt saman margoft áður og vísa frekar í fyrri skrif og erindi en að fara telja upp hér enn eina ferðina:
Tækninýjungar og framtíð menntunar 
- Gagnaukinn veruleiki og framtíð menntunar (glærur)
- Augmented reality in education (glærur)
Learning in augmented reality: Extending functional realities (kennslufræðilegar pælingar)
Upptaka af erindi á vorráðstefnu 3F 2013

 


Menntamálaráðherra virðist misskilja máltækið um bókvitið

Í frétt á Vísi.is í dag er sagt frá umræðum um menntamál á Alþingi í dag. Þar kallaði Guðmundur Steingrímssón eftir aðgerðaráætlun um menntamál og talaði m.a. um þann fjölda sem menntar sig hér en starfar svo erlendis og borgar skatta þar. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, svaraði þá skv. Vísi, "Við erum þjóðin sem bjó til máltækið: 'Bókvitið verður ekki í askana látið'." Þarna held ég að Illugi hljóti að vera að misskilja máltækið. Ég lærði einhverntíma fyrir löngu að máltækið merkir að það þurfi að hafa fyrir bókvitinu, því verður ekki ausað í kollinn á fólki eins og að fá mat í askinn sinn. Hér eru tvær greinar sem styðja þennan skilning minn: Guðrún Kvaran á Vísindavefunum og grein á mbl.is.

Eftir umræðu hér á heimilinu og snögga leit á vefnum virðist algengt að fólk misskilji/misnoti máltækið. Sjá t.d. nýlega grein Ágústs H. Ingþórssonar þar sem hann skilur máltækið greinilega á sama hátt og Illugi.

Kannski er jafnvel hægt að segja að merking þess hafi breyst í tímanna rás, eða hvað?


Tölfræðilegur misskilningur eða blekkingar?

Í gær (10.06.2015) birtist frétt á vef Viðskiptaráðs Íslands sem hefst á þessum orðum:

„Áætluð fjarvera starfsfólks vegna veikinda er tvöfalt meiri á opinberum vinnustöðum en á almennum vinnustöðum. Þetta er ein af niðurstöðum þróunarverkefnisins Virkur vinnustaður sem kynntar voru í síðasta mánuði.”

Nei, þetta er ekki ein af niðurstöðum verkefnisins sem vísað er til. Ein af niðurstöðunum er að hlutfall fjarveru var hærra á þeim opinberu vinnustöðum sem tóku þátt í verkefninu í samanburði við einkarekna vinnustaði sem tóku þátt. Tekið er fram í grein um verkefnið (bls. 43) að:

„Mikilvægt er að hafa í huga, þegar skoðaðar eru niðurstöður frá söfnun lykiltalna hjá þátttökufyrirtækjum, að fjöldi og gerð fyrirtækja og stofnanna sem tóku þátt í verkefninu Virkur vinnustaður var takmarkaður og því er ekki hægt að yfirfæra tölurnar almennt yfir á opinberan og almennan vinnumarkað.”

Samt gerir greinarhöfundur VÍ nákvæmlega þetta - yfirfærir niðurstöður um takmarkað úrtak á þýðið og ályktar út frá því að niðurstöður lýsi almennu ástandi.

Það sem verra er er að greinarhöfundur veit af takmörkunum tölfræðilegu greiningarinnar sem hann er að vísa í en reynir samt að réttlæta alhæfingar sínar. Í lok greinarinnar bendir höfundur á að:

„Þar sem fjöldi vinnustaða í þróunarverkefninu var takmarkaður gefur þróunarverkefnið ekki endanlega niðurstöðu um tíðni veikinda á opinberum og almennum vinnumörkuðum.”

Þá vaknar spurningin, af hverju er hann þá að nota niðurstöðurnar til að alhæfa um opinbera og almenna vinnumarkaði? Greinarhöfundur er með tilbúið svar:

„Þá þarf að athuga að í upphafi verkefnisins, árið 2011, fóru þeir vinnustaðir sem tóku þátt í greiningu á fjarveru og útbjuggu fjarverustefnu með þátttöku starfsmanna sem samþykkt var af stjórnendum og innleidd í kjölfarið. Það gefur vísbendingu um að veikindafjarvera gæti verið meiri á opinberum og almennum vinnumarkaði í heild.”

Þetta er óskiljanlegt. Af hverju ætti það að viðkomandi vinnustaðir fóru í stefnumótun árið 2011 að breyta tölfræðilegum takmörkunum greiningarinnar sem er verið að fjalla um? Það er kannski vísbending um að þetta þyrfti að kanna betur en réttlætir ekki alhæfingar.

Hér er annaðhvort verið að misskilja tölfræðina sem byggt er á eða verið að beita blekkingum.


mbl.is Veikindi tvöföld hjá hinu opinbera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband