Það lýsir vanþekkingu Kjartans á PISA og próffræðum að heimta þessar niðurstöður

Það er að verða þreytt að þurfa að hamra á þessu aftur og aftur. Það sem Kjartan Magnússon er að fara fram á er rangt. Það er mjög ábyrgðarlaust að gefa út eða birta PISA niðurstöður einstakra skóla. Vegna aðferðafræðinnar sem er notuð eru PISA niðurstöður tæknilega séð marklausar þegar þær eru greindar niður á einstaka skóla. Að gefa út eða nota á nokkurn hátt PISA niðurstöður einstakra skóla er ábyrgðarlaus misnotkun á gögnunum.

Ég hef útskýrt þetta áður hér: Er þetta sniðugt? Um PISA niðurstöður einstakra skóla. Það sem ég segi í þessari grein er eiginlega nákvæmlega það sama og Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri á mats- og greiningarsviðs Menntamálastofnunar, sagði í viðtali í Kastljósi fyrir skömmu.

Síðdegisviðbót: Þetta er ánægjulegt að sjá: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/08/pisa_hentar_ekki_til_ad_meta_stodu_skola/


mbl.is Neita skólum um niðurstöður PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband