Færsluflokkur: Vefurinn

Ísland enn á niðurleið - staðnandi upplýsingasamfélag

Árin 2004 og 2005 var Ísland í 2. sæti á Network Readiness listanum og hefur verið á nokkuð stöðugri niðurleið síðan (sjá lista fyrri ára hér). Þetta skýrist að einhverju leyti af því að lönd eins og Hong Kong og Taívan hafa verið að færast upp en er líka vegna breytinga á því hvernig vísitalan er reiknuð. Það þarf samt að hafa í huga að á árunum 2004 og 2005 var meðvituð uppbygging upplýsingasamfélags á Íslandi enn í hámarki. Minni áhersla hefur verið lögð á markvissa uppbyggingu á Íslandi síðan. Þetta sést í upplýsingastefnu yfirvalda síðan 2004 sem hefur verið ómarkvissari og skilað minni árangri en á fyrstu árum 21. aldar (sjá t.d. úttekt á framkvæmd stefnu um upplýsingasamfélagið 2004-07 hér). Því miður virðast íslensk stjórnvöld ekki átta sig fyllilega á því hvernig upplýsingasamfélaginu er háttað og hafa þ.a.l. leyft sér að líta svo á að uppbygging þess hafi verið afmarkað tímabundið verkefni. Eftirfylgnin hefur að mestu gleymst og það er farið að sjást glögglega á Network Readiness listanum.
mbl.is Svíar tæknivæddasta hagkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Britney eða Lindsay "manneskja ársins" hjá Time?

Það var skemmtilegt viðtal við Stephen King á vef Time um daginn. Þar leggur hann til að annaðhvort Britney Spears eða Lindsay Lohan verði "manneskja ársins" í ár í ljósi þess hve fyrirferðamiklar þær eru í fjölmiðlum.

Þetta er ekki svo galið þegar maður hugsar út í það. Flestir muna sennilega eftir því að Time kom öllum á óvart í fyrra þegar þeir völdu "þig" manneskju ársins. Með þessu vildu þeir vekja athygli á aukna þátttöku almennings í að búa til efni á netinu. Það væri áhugavert að framkvæma mælingu á því hvaða fólk kemur mest við sögu hjá "ykkur" á netinu og kjósa það manneskju ársins í ár. S.s. ekki ósennilegt að Britney eða Lindsay yrðu þá fyrir valinu, eða hvað?

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband