Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Virkar ekki að leiðrétta staðreyndavillur með staðreyndavillum

Heiðar Már Guðjónsson, einn af þeim sem hafa agenterað fyrir því að íslendingar taki einhliða upp gjaldmiðil annars lands, og Manuel Hinds, fv. fjármálaráðherra El Salvador, rituðu grein sem birtist á Vísi.is í dag undir yfirskriftinni "Staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands". Í greininni gagnrýna þeir nýja skýrslu sem var unnin fyrir Seðlabankann um gjaldmiðlamál. M.a. saka þeir höfunda seðlabankaskýrslunar um að fara með rangt mál um niðurstöður rannsóknar Edwards og Magendzo á hagkerfum landa sem hafa tekið upp gjaldmiðla annarra landa. Ég er engin hagfræðingur en það vill svo til að ég þekki þessa grein sem ég las fyrir verkefni sem ég vann í hagfræðikúrs fyrir nokkrum árum.

Heiðar Már og Hinds halda því fram að höfundar seðlabankaskýrslunnar mistúlki niðurstöður Edwards og Magendzo þegar þeir segja rannsókn þeirra síðarnefndu sýna að hagvöxtur sé að jafnaði minni í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annars lands. Þetta er stórmál! Atriði númer eitt á villulistanum.

Heiðar Már og Hind segja "Ef sú rannsókn [Edwards og Magendzo] er lesin kemur fram að höfundar telja engin tengsl á milli hagvaxtar og upptöku annarrar myntar." Það er svolítið erfitt að ráða í þessa fullyrðingu greinarhöfunda. Hvað meina þeir þegar þeir segja "tengsl"? Ef þeir eru að meina orsakatengsl þá er það rétt. Edward og Magendzo telja alveg örugglega ekki vera orsakasamband milli upptöku gjaldmiðils og hagvaxtar, enda væri mjög erfitt að sýna fram á orsakasamband e.o. er reyndar tilfellið með orsakasambönd yfirleitt í félagsvísindum. Hins vegar er alveg ljóst að Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að hagvöxtur er minni í þeim löndum sem taka einhliða upp gjaldmiðla annarra. Þeir segja þetta aftur og aftur og m.a.s. sannreyna það tvisvar með mismunandi aðferðum. Þetta er tölfræðilega marktækur munur og ein meginniðurstaða rannsóknarinnar. S.s. það er sama hvaða merkingu Heiðar Már og Hind leggja í þessi "tengsl", þetta er rangt hjá þeim.

Svo er önnur fullyrðing Heiðars Más og Hinds í sömu málsgrein: þeir halda því fram að Edward og Magendzo hafi komist að þeirri niðurstöðu að hagsveifla sé minni hjá ríkari löndum eftir einhliða upptöku gjaldmiðils. Nú er ég ekki alveg með á hreinu hvað þeir meina með "hagsveiflu" en ætla að gera ráð fyrir að þar sé átt við "volatility" sem er eitt helsta efni rannsóknarinnar. Einnig skil ég ekki alveg af hverju þeir taka fram "ríkari lönd" því ég man ekki til þess að Edward og Magendzo hafi sérstaklega gert greinarmun á ríkari og fátækari löndum. Ef þetta er allt rétt túlkað hjá mér þá er þessi fullyrðing greinarhöfunda einfaldlega röng. Edward og Magendzo komast að þeirri niðurstöðu að engin marktækur munur er á hagsveiflu (e. volatility) í löndum sem hafa tekið upp gjaldmiðil annarra og þeim sem nota eigin gjaldmiðil. Þetta er enn ein meginniðurstaða rannsóknarinnar og e.o. með hagvöxtin er fullyrðingin endurtekin oft í greininni sem vísað er í.

Svo til að hafa þetta komplett þá var þriðja meginniðurstaða Edward og Magendzo að verðbólga var lægri í löndum sem tóku upp gjaldmiðil annarra en í löndum sem notuðu eigin gjaldmiðil.

Afgangurinn af villulistanum fer út fyrir mitt þekkingarsvið og kannski ýmislegt athyglisvert þar að finna fyrir þá sem þekkja til. Mér finnst þó frekar aulalegt að hefja leiðréttingu á staðreyndavillum með eigin staðreyndavillum. Hins vegar er mögulegt að ég sé kominn langt út fyrir mitt þekkingarsvið og algjörlega á villugötum með þessar athugasemdir mínar. En mér finnst samt full ástæða að einhver sem býr yfir meiri hagfræðiþekkingu en ég renni aðeins augum yfir afganginn af villulistanum...

Hvenær fékk REI nýtingarrétt í Djíbútí?

Það er undarlegt sem er haldið fram í þessari frétt að REI fékk nýtingarrétt á orku á Asal svæðinu rúmu hálfu ári áður en félagið var stofnað. Ég veit ekki hvenær þetta "þróunarsamstarf" í Djíbútí, e.o. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þáverandi borgarstjóri kallaði það í apríl á síðasta ári, færðist yfir til REI en yfirlýsingar og samningar í febrúar og maí voru við OR.
mbl.is Samstarf við Djíbútí um samstarf í jarðhitamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband