Nei ráðherra, Bandarísk yfirvöld áætla ekki fangelsisrými út frá einkunnum 4. bekkinga í læsi

kids_jail
Í gær mætti ég ásamt fjölmörgum á ráðstefnu Heimilis & skóla, Allir snjallir, á Grand Hótel. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, var þar mættur til að opna ráðstefnuna. Í lok ræðu sinnar upplýsti ráðherra okkur um að hann hefði eitthvað svo mikilvægt að segja okkur að hann ætlaði að leyfa sér að vera svolítið seinn á ríkisstjórnarfund sem hann ætti nú að vera drífa sig á. Það sem var svo merkilegt að ríkisstjórnin öll var sett í biðstöðu var að hann hefði heyrt það að í Bandaríkjunum áætla fangelsismálayfirvöld þörf fyrir fangelsisrými í framtíðinni út frá einkunnum 4. bekkjar nemenda í læsi. Þetta er ósönn mýta sem virðist byggð á mjög svo skapandi túlkun á margvíslegum rannsóknum og gögnum. Með þessu vildi ráðherra sýna okkur hversu mikilvægt læsi er í raun og veru. Mér skilst að þetta sé partur af rökfærslu sem hann hefur notað á fundum sínum víða um land undanfarið.

Ráðherra tók fram að þessi “staðreynd” væri “ótrúleg” en sýnir okkur hversu mikilvægt læsi er í námi barna. Ég held að allir geti verið sammála um mikilvægi læsis en mér var kennt að partur af því að vera “læs” er ekki bara að geta nýtt mér upplýsingar, en líka að vera gagnrýnin á þær upplýsingar sem ég fæ í hendurnar. Hér gildir gullna reglan að ef eitthvað virðist vera “ótrúlegt” þá eru miklar líkur á að svo sé raunin. Þetta köllum við í menntageiranum "upplýsingalæsi" og því miður fær ráðherra ekki háa einkunn frá mér í þessum fræðum miðað við þessa frammistöðu.

Það tók mig innan við eina mínútu að komast að því að þessi fullyrðing er ósönn, og ég hef ekki einu sinni aðstoðarmann mér til fulltingis eins og sumir.

Bloggfærslur 1. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband