Manifesto 15 - gott framtak en örlítið gallað

manifesto15Nýlega sendi Dr. John Moravec og fleiri frá sér Manifesto 15: Evolving Learning (sjá íslenska þýðingu Ragnars Þórs Péturssonar hér - Manifesto 15: Nám í þróun). Þetta er frábært framtak hjá Moravec og kollegum, og Ragnar Þór á þakkir skildar fyrir snara snörun yfir á íslensku.

Eins og segir í upphafi yfirlýsingarinnar, þá er um að ræða yfirlit yfir stöðu skóla- og menntamála í dag í ljósi reynslu kennara, stefnumótenda, skólastjórnenda og annarra sem koma að menntamálum. Það er margt hér sem er mjög kunnuglegt fyrir mér enda erum við Moravec ágætir kunningjar og kenndum saman kúrs um framtíð samfélags og starfa við Háskólann í Minnesóta, ásamt leiðbeinanda okkar beggja, Dr. Arthur Harkins.

Þó mér finnist framtakið lofsvert er tvennt sem böggar mig í yfirlýsingunni sjálfri. Í fyrsta lagi er fullyrðingin “The future is already here…”, og í öðru lagi að höfundar virðast ganga út frá því að strategísk framtíðarsýn á skóla- og menntastarf sé til staðar eða að hún geti orðið til með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Þetta tvennt er svolítið skylt vegna þess að bæði tengjast hæfni til að móta uppbyggilega og raunhæfa framtíðarsýn sem hægt er að byggja menntastefnu á. Mín reynsla er að það vantar að efla þessa hæfni innan íslensks menntakerfis. Það stafar af ýmsu, en aðallega af tvennu: þeir sem koma að stefnumótun og innleiðingu hafa takmarkaða þekkingu á tækniþróun og hvernig hún mótar samfélag; og þekking á framtíðarfræðum og aðferðum hennar, sem framtíðarsýn þarf að byggja á, er mjög lítil ef þá nokkur.

Það er vinsælt að vitna í þessa fleygu setningu Williams Gibsons, “The future is already here - it’s just not very evenly distributed.”, enda er hún ansi smellin og flott. En hún er líka röng og villandi. Framtíðin er ekki “hér” í neinum skilningi. Hana er ekki að finna neins staðar í umhverfinu okkar. Framtíðin er alltaf þessi óráðni tími sem er framundan sem við höfum ekki enn upplifað. Við getum bent á ýmislegt í kringum okkur sem okkur finnst gefa vísbendingar um hvernig framtíðin getur orðið en þá erum við að benda á hluti sem eru í núinu, ekki í framtíðinni. Sumum finnst ég kannski vera með hártoganir út af engu hér, en mín reynsla er að þetta hugarfar, að halda að framtíðin sé einhversstaðar í kringum okkur, er ein helsta hindrunin fyrir framtíðarmiðaðri hugsun í skólastarfi og stefnumótun. Ég hef skrifað um þessi mál áður og frekar en að endurtaka mig bendi ég á eftirfarandi greinar, sem ættu líka að varpa ljósi á seinni athugasemdina mína:

 


Bloggfærslur 5. janúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband