Evrópuþing felldi ACTA: Löngu tímabært að endurhugsa höfundarétt.

Í dag felldi Evrópuþingið alþjóðlega samkomulaginu um höfundarétt, ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement) með miklum meirihluta atkvæða, eða 478 á móti 39. Áður hafði Framkvæmdastjórn ESB samþykkt samkomulagið. Það er ýmislegt merkilegt sem felst í þessari niðurstöðu.

Í fyrsta lagi, má segja að Evrópuþingið hafi fellt ACTA á heimsvísu. Samkomulagið hefði m.a. hert mjög lög um höfundarétt og refsingar fyrir brot á höfundaréttarlögum. Samkomulagið er stutt af samtökum rétthafa e.o. samtaka rétthafa kvikmynda, tónlistar, hugbúnaðar, lyfja o.fl. Ýmis samtök sem berjast fyrir réttindum almennings til að nota réttindavarið efni hafa barist gegn samkomulaginu, t.d. Læknar án landamæra, sem segja að samkomulagið muni hefta mjög aðgang að nauðsynlegum lyfjum í þróunarlöndum. Áður höfðu 8 lönd samþykkt samkomulagið en áttu eftir að staðfesta samþykkið. Án þátttöku ESB er ljóst að samkomulagið er orðið að engu. Þó svo að hin löndin myndu staðfesta samkomulagið eru ESB löndin það stór hluti af markaðssvæðinu sem það er ætlað að taka til að það myndi aldrei vera hægt að framfylgja reglunum sem því fylgja.

Í öðru lagi hefur Evrópuþingið sýnt það og sannað að lýðræði er til staðar í ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur sagst ætla að leggja samkomulagið aftur fyrir þingið en það er ljóst að það mun ekki skila árangri. Í raun hefur Evrópuþingið málsstað netnotenda um allan heim, en ekki bara í ESB og hefur þannig sýnt að lýðræðisleg stofnun svo stórs markaðssvæðis getur haft töluverð áhrif á þróun heimsmála.

Mér þótti undarlegt að ekkert heyrðist um þessa merkilegu kosningu frá ESB andstæðingum á Íslandi, sem þreytast ekki á því að lýsa ESB sem miðstýrðu peði almáttugs Framkvæmdastjórnar. En svo áttaði ég mig á því að mbl.is hefur ekki séð ástæðu til að segja frá þessari merkilegu frétt. Ætli andstæðingarnir viti nokkuð af þessu þá?

Segja má að höfundarréttur sé einn hornsteinn kapitalísmans. Ég hélt að kapitalístar hlustuðu á markaðinn. Mér heyrist markaðurinn vera að tala. Eru kapitalístarnir að hlusta? Það er löngu orðið ljóst að rétthafar þurfa að endurhugsa sín mál.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband