Framtķš menntunar: Hvaš į aš horfa langt fram ķ tķmann?

Žessi grein varš til eftir stutt samtal viš Jón Torfa Jónasson, sem hefur undanfarin įr vakiš athygli į žörf fyrir umręšu um framtķš menntunar hér į landi.

aaron-tech-image-1-2
Žaš heyrist ę oftar talaš um "framtķš menntunar" ķ tengslum viš skólažróun - aš skólažróun ķ dag žarf aš taka miš af samfélaginu eins og žaš veršur ķ framtķšinni en ekki eins og žaš var ķ fyrra eša er ķ dag.  En hvenęr kemur žessi "framtķš" sem veriš er aš tala um? Hvaš eigum viš aš horfa langt fram ķ tķmann til aš breyta menntun ķ dag?

Tilgangur umręšu um framtķš menntunar er ķ stórum drįttum žessi:
1. Aš móta hugmyndir um ęskilega žróun menntunar til langs tķma.
2. Aš bśa viškomandi ašila undir aš takast į viš breytingar sem kunna aš eiga sér staš  ķ framtķšinni.

En hvaš eigum viš žį aš horfa til langs tķma žegar viš erum aš móta menntastefnu?

Irvine & Martin, frumkvöšlar ķ žróun "tękniforsjįlni" (e. technology foresight), rannsökušu framtķšarmišaša stefnumótun ķ tengslum viš fjįrmögnun rannsókna ķ Bretlandi og vķšar į nķunda įratug sķšustu aldar og skilgreina tķmaskeišin sem horft er til ķ stefnumótun žannig:

- til skamms tķma: nęstu 1-2 įr,
- til mešallangs tķma: u.ž.b. nęstu 5 įrin,
- til langs tķma: nęstu 10 įrin eša lengra.

Žetta eru įgętis višmiš en viš žurfum aš huga aš samhenginu. Žessi flokkun var lögš fram fyrir 30 įrum og ętlaš aš vera leišbeinandi fyrir allt annaš stefnumótunarsviš en menntun. Ég held aš viš žurfum aš meta žetta öšruvķsi ķ samhengi viš mótun menntastefnu ķ dag af tveimur įstęšum. Ķ fyrsta lagi žį eru tęknilegar og félagslegar breytingar mun örari ķ dag en fyrir 30 įrum. Ķ öšru lagi, menntun er ķ ešli sķnu langtķma verkefni sem spannar lengra tķmabil en žaš sem žessi flokkun mišast viš. Ešlileg flokkun fyrir menntun held ég aš sé frekar į žessa leiš (og ég ętla aš śtskżra af hverju į eftir):

- til skamms tķma: nęstu 5 įrin,
- til mešallangs tķma: u.ž.b. nęstu 10 įrin,
- til langs tķma: nęstu 15 įrin eša lengra.

Śtskżringar:
Stefnumótun til skamms tķma nęr yfir a.m.k. nęstu 5 įrin
- Ķ fyrsta lagi: Markmiš framtķšamišašrar stefnumótunnar er aš horfa fram fyrir breytingar sem kunna aš eiga sér staš meš įherslu į žaš óvęnta. Žegar horft er til fyrirsjįanlegrar framtķšar, hvort sem žaš eru nęstu klukkustundir, dagar, mįnušir eša įr, er sterk tilhneiging til aš tengja framtķšina viš nśtķmann žannig aš viš sjįum bara fram į stigbreytingar śt frį nśverandi įstandi. Til aš geta ķmyndaš okkur róttękari umsviptingar sem fela ķ sér eigindlegar breytingar į félagslegri hegšun žurfum viš aš slķta okkur śr samhengi viš nśtķmann. Ég veit s.s. ekki um neina vķsindalega žekkingu sem er hęgt aš fara eftir ķ žessum mįlum, en mķn reynsla er aš almennt žarf aš fį fólk til aš horfa fram um a.m.k. 5 įr til aš skapa hęfilega fjarlęgš frį nśtķmanum. Žegar horft er fram til styttri tķma festist fólk ķ tęknilegum veruleika nśtķmans.

- Ķ öšru lagi eru žaš nemendurnir sjįlfir og tęknilegur veruleiki žeirra. Mišaš viš rannsóknir į tękninotkun ungs fólks ķ dag mį gera rįš fyrir aš nemendur, sem eru aš byrja ķ grunnskóla į žessu įri, verši tęknilega sjįlfstęš eftir u.ž.b. 5 įr - ž.e.a.s. aš žį eiga žau sķn eigin tęki sem žau nota aš vild og aš miklu leyti įn eftirlits. Žar meš eru žeir oršnir įhrifavaldar ķ sköpun eigins tęknilegs veruleika. Ef hlutverk menntunar er aš bśa fólk undir framtķšina ętti menntastefna aš taka miš af žeim tęknilega veruleika sem ętla mį aš ungt fólk žurfi aš takast į viš.

Stefnumótun til mešallangs tķma nęr yfir u.ž.b. nęstu 10 įrin
- Mišaš viš žį hröšun sem viš sjįum fram į ķ tęknilegri žróun mį gera rįš fyrir aš tęknilegur veruleiki verši gjörbreyttur eftir 10 įr. Aš horfa til baka um 10 įr žį veršur eins og aš horfa til baka um 20-30 įr ķ dag. Įriš 1990, fyrir 23 įrum, var Veraldarvefurinn ekki til, heimilistölvur voru į 10-15% heimila, Ķsland hafši tengst Internetinu įri įšur, nįnast engin įtti farsķma - hvaš žį snjallsķma, o.s.frv. Breytingarnar sem hafa įtt sér staš sķšan žį eru gķfurlegar og hafa haft įhrif į störf, nįm, efnahagskerfi, samskipti o.fl. Bśast mį viš aš munurinn į nśtķma samfélagi og samfélaginu eftir 10 įr verši įlķka mikill eša meiri. Žetta er veruleikinn sem mun taka viš žeim sem eru aš byrja ķ grunnskóla ķ dag um žaš leyti sem žau eru aš ljśka skyldunįmi, verša sjįlfstęš, byrja aš vinna, o.s.frv. Žetta er veruleikinn sem menntun į aš vera aš undirbśa žau fyrir.

Stefnumótun til langs tķma nęr yfir nęstu 15 įrin eša lengra
- Hröšun tęknilegrar žróunar skapar mikla óvissu og žaš er nįkvęmlega žessi óvissa sem viš viljum takast į viš meš langtķma stefnumótun. Žeim mun lengra sem viš horfum fram ķ tķmann žeim mun meiri er óvissan. Žaš er ekki bara śt af žvķ aš žaš er erfišara fyrir okkur aš segja til um hvernig tękni muni žróast til langs tķma heldur lķka vegna žess aš ķmyndunarafliš okkar er ekki eins hįš višmišum nśtķmans. Žegar viš horfum langt fram ķ tķmann frelsum viš ķmyndunarafliš og erum žį lķklegri til aš velta fyrir okkur -aš žvķ er viršist- fjarstęšukenndum óvissužįttum. Raunin er h.v. aš viš vitum sjaldnast hvenęr viš žurfum aš takast į viš óvissužęttina sem viš veltum fyrir okkur. Žaš gęti gerst fyrr og žaš gęti gerst sķšar, en hvenęr sem žaš veršur žį höfum viš alla vega bśiš okkur undir žį og aukiš lķkurnar į aš okkur takist aš skapa framtķšina sem viš viljum.
 
UhuraKirkKiss
Skemmtilegur śtśrdśr sem žó tengist umręšuefninu: Skömmu įšur en Gene Roddenberry bjó til Star Trek sjónvarpsžįttaröšina fręgu, hafši hann bśiš til žįttaröš sem hét The Lieutenant. Roddenberry vildi meš žessum žįttum varpa ljósi į félagsleg deilumįl samtķmans og hvetja til opinberrar umręšu um žau - t.d. kynžįttahatur, kynjamisrétti o.s.frv. Žetta žótti stjórnarmönnum NBC sjónvarpsstöšvarinnar, sem sżndi žęttina, of djarft. Roddenberry var gert aš gera minna śr įdeilu og var m.a.s. einum žętti, sem fjallaši um kynžįttamisrétti, hafnaš og var aldrei sżndur. Roddenberry įkvaš žį aš bśa til žętti sem geršust ekki ķ nśtķmanum heldur ķ fjarlęgri framtķš svo hann gęti fjallaš um žessi deilumįl įn žess aš ganga of nęrri stolti og sišferšiskennd samborgara sķna og śr varš Star Trek. Star Trek žęttirnir voru mjög framsęknir aš žvķ leyti aš žar var tekiš į żmsum mįlum ž.a.m. samskipti kynžįtta (fyrsta skipti sem hvķtur mašur sįst kyssa svarta konu ķ skįldverki ķ Bandarķsku sjónvarpi var įstrķšufullur koss Captain Kirk og Lieutenant Uhura ķ Star Trek žęttinum "Plato's Children"), kynjamisrétti, hnattvęšingu o.fl. Mörg voru žetta mįlefni sem Roddenberry var bannaš aš taka fyrir samtķmaumhverfi The Lieutenant en žóttu ekki tiltökumįl ķ framtķšarheimi Star Trek žįttanna.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband