Um tillögur hagræðingahóps

Loks eru birtar tillögur hagræðingahópsins sem allir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Þvílíkt spennufall! Þvílíkt svekkelsi. Kemur í ljós að tillögurnar eru ekkert annað en samansafn af flestum þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram af hinum og þessum aðilum síðustu 5-6 árin. Meira segja er það svo að margar tillögurnar eru þegar í vinnslu. Hópsfólk gerði okkur þann greiða að merkja þær sérstaklega í listanum með rauðri stjörnu. Mér er spurn - hvernig getur eitthvað sem er þegar í vinnslu orðið að tillögu að nýbreytni?

En hvað um það - það eru smáatriðið. Stóra málið er, e.o. hópurinn segir:
Tillögur sem svipar til tillagna hagræðingarhópsins hafa í mörgum tilfellum verið lagðar fram áður. Það er hins vegar ekki nægilegt að leggja fram góðar tillögur og hugmyndir, það þarf að koma þeim til framkvæmda.

Ekki vitlaus ráð. H.v. áður en kemur til framkvæmda þarf að ganga úr skugga um að raunhæft sé að áætla að breytingar sem mælt er með munu hafa tilætluð áhrif. Já, það þarf að gera kostnaðaráætlanir, kanna viðhorf hagsmunaaðila, gera innleiðingaráætlanir, o.s.frv. Ég horfi helst til þeirra tillagna sem varða skóla- og menntamál, e.o. vanalega. Ég get ekki séð að neitt slíkt hafi verið gert. Ég er t.d. enn að bíða eftir því að fá skýringu frá einhverjum, mér er eiginlega sama hver það er, hvernig stytting skólagöngu eigi að leiða til þeirrar hagræðingar sem haldið hefur verið fram. Hefur lengd skólagöngu virkilega það mikil áhrif á kostnað skólakerfisins að við þurfum að einblína á það frekar en t.d. að auka notkun rafræns námsefnis, meta kostnað og gagnsemi kostnaðarsamra samræmdra prófa og annað sem hefur augljós tengsl við kostnað. Þannig að, já, e.o. hópurinn segir, nú þarf framkvæmdir - en það er víst ekki í verkahring þessa hóps að koma að þeirra vinnu sem þarf til að það verði hægt.

Hvað hefur þá þessi hagræðingarhópur skilað okkur? Ég sé ekki betur en að það sem þessi hagræðingarhópur hefur gert er að safna saman alls kyns tillögum sem settar hafa verið fram á undanförnum árum (sérstaklega tillögur vinnuhóps um aukna "hagsæld", sem eru í raun meira um hagræðingu en ekki hagsæld) og telja þær. Tillögurnar eru víst 111. Þetta er í það minnsta efni í verðuga Trivial Pursuit spurningu.

mbl.is 41 tillaga þegar í úrvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband