Vilja SA & VÍ fylgja fordæmi eina Norðurlandsins sem er neðar en Ísland í PISA?

Samtök Atvinnulífsins og Viðskiptaráð hafa kynnt sínar áherslur í menntamálum í skýrslunni Stærsta efnahagsmálið: Sóknarfæri í menntun, sem kom út í síðasta mánuði. Helstu áherslurnar í skýrslunni virðast snúast fyrst og fremst um aukna aðkomu einkageirans að menntakerfinu og þá helst í formi einkarekinna skóla sem þó verða kostaðir af hinu opinbera. Það eru ansi margir veikir punktar í skýrslunni en ég ætla aðallega að tala hér um gröf sem kemur fram strax á bls. 9. Umfjöllunin hér er um meintan slakan árangur íslenskra nemenda á PISA og sérstaklega fundið að því að okkar nemendur skuli koma illa út í samanburði við önnur Norðurlönd þrátt fyrir það mikla fjármagn sem sett er í íslenska skólakerfið. Þessi mynd er svo birt til að sýna lesandanum hversu alvarlegur þessi mikli vandi er:

VI_SA_Menntun

Höfum nú í huga að skýrsluhöfundar halda því fram að íslenskir skólar kosta of mikið og ná ekki ásættanlegum árangri. Miðað við þessar forsendur og það sem kemur fram í myndinni fyrir ofan ættum við helst að fylgja fordæmi Finna. Þeir ná lang besta árangri miðað við fjárútlát. Um þetta verður ekki deilt. Þetta kemur mjög skýrt fram.

Höfum nú í huga hvað skýrsluhöfundar vilja að verði gert til að bjarga íslenska skólakerfinu, þ.e. að einkaaðilar fái opinbert fjármagn til að sjá um rekstur skóla. Það er aðeins eitt Norðurland sem hefur tekið upp slíkt fyrirkomulag að einhverju ráði. Það er Svíþjóð. Lítum nú aftur á myndina fyrir ofan. Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að skýrsluhöfundar séu s.s. að leggja til að við fylgjum fordæmi eina Norðurlandsins sem er fyrir neðan Ísland í PISA!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband