Hugvísindi og skapandi greinar ekki síður mikilvægar

Fuzzy-math-300x221Vissulega er stærðfræði mikilvæg undirstaða ýmissa starfsgreina og full ástæða til að leggja áherslu á hana. En allar þessar greinar þurfa, eða hafa gagn af, hugvísindum, félagsvísindum og skapandi greinum líka. Hvað væri Eve Online án listamanna og söguhöfunda? Hvernig viðmót hefði stærðfræðingur hannað fyrir QuizUp? Hefði Martin Cooper farið að búa til farsíma ef hann hefði ekki séð "communicator-inn" í Star Trek? Í áhrifaríkri tækniþróun birtist hæfileg blanda ímyndunar, sköpunar, samfélagsvitundar og tækni- og stærðfræðiþekkingar. Menntakerfið þarf að endurspegla þetta flókna samspil og tryggja að allir fái tækifæri til að þróa sína hæfileika.

Ef ég skil orð Kristínar Ingólfsdóttur, rektors HÍ, rétt þá er hún frekar að tala um að auka þurfi samþættingu stærðfræði við aðrar greinar frekar en einfaldlega að kenna meiri stærðfræði. Mikilvægast er að það sé hæfilegt jafnvægi milli greina til að nemendur öðlist þá hæfni sem þeir þurfa til að geta tekið skynsamlegar ákvarðanir um eigin framtíð. Þegar ungt fólk lætur óþarfa ótta ráða námsvali, e.o. rannsóknir hafa sýnt að gerist (t.d. hér og hér), þá er líklegt að við verðum af mögulega hæfileikaríku og skapandi fólki í mikilvæg störf.


mbl.is Vill leggja áherslu á stærðfræðikennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband