Af hverju heldur Vigdís að íslenskir skólar séu að "sóa" fé?

ed_spend_toonÞað þyrfti að fá frekari skýringar á þessu (ég tek fram að ég er ekki með Morgunblaðið í höndunum og get því ekki borið þessa stuttu grein saman við það sem sagt er að komi fram í blaðinu).

Fyrir það fyrsta þá eru fjárframlög til menntamála hér á landi ekkert sérlega há (og hafa lækkað töluvert síðan 2008). Það er hægt að mæla fjárframlög á ýmsan hátt til að gera þau samanburðarhæf (US$ pr/nem, % af þjóðarframleiðslu o.s.frv.). Eftir því hvernig er mælt er Ísland allt frá botninum miðað við önnur OECD lönd og upp í ca. meðaltal.

Hvað námsárangur varðar þá er Ísland mjög nálægt PISA meðaltalinu í öllum greinum ásamt löndum eins og Noregur, Bretland, Frakkland, Danmörk og Lúxemborg, svo eitthvað sé nefnt.

Að lokum, ég er ekki sannfærður um að það sé ástæða til að telja að það eigi að vera fylgni milli fjárframlaga til menntamála og námsárangurs eins og gefið er í skyn í þessari grein. Til dæmis, meðal þeirra landa sem setja hvað mest af fjármagni í menntamálin eru Sviss, Noregur og Lúxemborg. Eins og áður sagði er árangur Noregs og Lúxemborgar skv. PISA svipaður og á Íslandi en Sviss er meðal hæstu PISA-landa. Svo er auðvitað Finnland, sem flestir þekkja, með fjárframlög nálægt meðaltalinu en mjög góðan námsárangur.

Hvað er það í þessum gögnum (PISA eða tölur OECD varðandi fjárframlög til menntamála) sem bendir til að skólar séu að "sóa" fé?


mbl.is Mikil sóun í menntakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband