Röng þýðing afskræmir frétt

visir_frett

Sjá frekar um þetta í athugasemdum

Ég rak upp stór augu í morgun þegar ég sá frétt á vef Vísis um nýja skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar um "nýsköpun" á Norðurlöndum, sem er kölluð "Norræna nýsköpunarvogin". Í fréttinni er sagt að nýjum aðferðum hafi verið beitt til að meta "nýsköpun" á Norðurlöndum og að þau komi ekkert sérlega vel út. Ég hugsaði með mér að þetta er stórfrétt! Norðurlöndin hafa iðulega komið mjög vel út í könnunum á nýsköpun og hér er komin skýrsla sem segir allt annað.

Mér var farið að finnast þetta svolítið dúbíus. Hvernig getur verið að breyttar matsaðferðir geti gefið svo sláandi ólíkar niðurstöður en allar fyrri skýrslur sem bera saman nýsköpun í mismunandi löndum? Þegar ég fór svo að leita staðfestingar á þessu kom fljótt í ljós að fréttin byggir á kolrangri þýðingu og afskræmir gjörsamlega skilaboðum skýrsluhöfunda. Skýrslan sem rætt er um fjallar ekki um nýsköpun, heldur um frumkvöðlastarfsemi. Orðið "entrepreneurship" hefur verið þýtt sem "nýsköpun" þegar það á auðvitað að vera "frumkvöðlastarfsemi".

Mikið hefur verið rætt um hvaða efni á vefnum er treystandi að nota t.d. í menntun. Er oft sagt að vefir e.o. Wikipedia séu mjög varhugaverðir. Ég held að það þurfi frekar að vara sig á fréttamiðlum sem virðast hafa lítinn áhuga á að ganga úr skugga um réttmæti frétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Aha! Var loksins að sjá að sökin er ekki alfarið Vísis. Mbl.is gerir það sama hér.

Í fréttatilkynningu frá Norðurlandaráðinu er talað um "Nýsköpunarvog". Norðurlandaráðið virðist því ekki hafa tekið eftir því að þeir breyttu titlinum á eigin útgáfu úr "Nýsköpunarvog" í "Frumkvöðlavog" þetta árið.

Ég er samt ekki alveg tilbúinn að sleppa fjölmiðlunum því þetta bendir til þess að þeir hafa birt fréttatilkynningu frá öðrum aðila án þess að kanna málið sjálfir. Ég efast stórlega um að fréttaritarar hafa lesið skýrsluna eða jafnvel skimað í gegnum hana því þá hefði fljótlega komið í ljós að skýrslan fjallar ekki um nýsköpun heldur frumkvöðlastarfsemi.

Tryggvi Thayer, 14.9.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband