Lélegar kannanir í íslenskum fjölmiðlum

Ef næstum fjórðungur svarenda skoðanakönnunar gefa svar sem er ekki hægt að túlka þá er eitthvað að skoðanakönnuninni.

Vísir.is segir í dag frá könnun sinni á afstöðu íslendinga til byggingar mosku í Reykjavík. Sagt er að töluverður meirihluti sé andvígur byggingu mosku. Hins vegar, kemur í ljós að næstum 22% sögðust vera "hlutlausir" - hvað svo sem það þýðir. Það virðist tilhneiging hjá íslenskum fjölmiðlum, eða þeim sem framkvæma skoðanakannanir fyrir þá, að þurfa alltaf að gefa svarmöguleika sem er ekki hægt að túlka, e.o. "hlutlaus/tek ekki afstöðu", "neita að svara" og "mjög/frekar hlynntur eða andvígur". Þetta rýrir gildi skoðanakannana og gerir niðurstöðurnar ómarkverðar. Ég myndi giska að meirihluti skoðanakannana sem sagt er frá í íslenskum fjölmiðlum hafa lítið sem ekkert upplýsingagildi af þessum sökum og eru frekar til þess gerðar að búa til sláandi fyrirsagnir.

Í frétt vísis.is segir að 41,8% eru andvígir (þ.e. þeir sem eru "mjög" eða "frekar" andvígir - hvað svo sem þær aðgreiningar þýða) og 36,6% hlynntir (þ.e. eins hér þeir sem eru "mjög" eða "frekar" hlynntir - hvað svo sem þær aðgreiningar þýða). Ef við gefum okkur að þessi stóri hluti svarenda sem segjast vera "hlutlausir" er sama hvort byggð verði moska eða ekki (þ.e.a.s. "hlutlaus" jafngildir "tek ekki afstöðu") þá má líka segja að 58,2% eru ekki andvígir. Þá erum við að gefa okkur að "hlutlausir" hafa myndað sér skoðun og að "hlutlaus" sé gild og endanleg afstaða. Það getur líka vel verið að "hlutlaus" þýði að viðkomandi hefur ekki myndað sér skoðun og er því óréttlátt að skipa honum í hóp með hlynntum eða andvígum. Gallinn er að við höfum enga leið til að vita hvort er. Sem slíkur eru "hlutlausir" svarendur blandaður hópur sem er ekki hægt að mæla án frekari upplýsinga. Það er samt ekki ólíklegt að allavega einhverjir þeirra sem skipa sér í þennan hóp hafa tekið afstöðu og ættu því réttilega að vera taldir með andvígum eða hlynntum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband