Merkilegur viðburður í sögu tölvutækni að hefjast í kvöld

Í dag (og reyndar næstu tvo daga) verður einn merkasti viðburður í sögu tölvutækninnar og gervigreindar. Ný ofurtölva IBM, sem hefur fengið heitið "Watson", mun keppa í Bandaríska sjónvarpsspurningaleiknum Jeopardy. Tölvan keppir á móti tveimur sterkustu leikmönnum sem hafa tekið þátt í Jeopardy fyrr eða síðar.

Jeopardy er ekki auðveldur leikur. Spurningarnar geta verið mjög snúnar og fela gjarnan í sér orðaleiki og tvískinnung. Þær reyna því verulega á getu keppenda til að skilja óljósar spurningar og að geta kallað fljótt fram svör úr mjög breiðum þekkingargrunni. Watson hefur auðvitað mjög breiðan þekkingargrunn. Það er búið að mata hann af alls kyns upplýsingum um allan fjandann og hann getur farið mjög fljótt í gegnum þekkingargrunninn sinn til að finna upplýsingarnar sem hann þarf. Vandi tölvusmiðana er, hins vegar, að tölvur eru einstaklega lélegar þegar kemur að því að skilja mennskt mál. Tölvur eiga erfitt með að skilja samhengi í daglegu máli. Þetta háði Watson í byrjun og tölvusmiðir voru að því komnir að gefast upp á verkefninu á köflum út af því. En þeir virðast hafa náð að finna út úr því því Watson hefur gengið ótrúlega vel í æfingaleikjum undanfarna mánuði.

Þættirnir með Watson verða sjónvarpaðir á NBC sjónvarpsstöðum í Bandaríkjunum, þegar kl. er 17.30 á austurströndinni 14-16 febrúar (þ.e.a.s. í dag, á morgun og á miðvikudaginn). Ég veit s.s. ekki hvort íslendingar munu geta fylgst með keppninni. Ef ekki verður hægt að fylgjast með beint á netinu þá efast ég ekki um að leikirnir verða komnir á netið fljótlega þar á eftir.

Hér er vefur IBM um Watson. Þar er að finna áhugaverðar upplýsingar og myndskeið þar sem er m.a. sýnt frá æfingaleikjum Watsons.

Hér er vefur Jeopardy spurningaleiksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband