Upplýsingatækni í menntun - þörf fyrir forsýn og langtíma áætlanagerð

Sjá fjölda greina um upplýsingatækni, forsýn og langtíma áætlanagerð fyrir menntun á enska blogginu mínu.

Sóknaráætlun 20/20 er ætlað að veita stefnumótendum innsýn í væntanlega framtíðarþróun, eða þá æskilega þróun, sem hefur áhrif á langtíma áætlanagerð. Slíkar áætlanir hafa verið kallaðar forsýn (e. foresight), eða tæknileg forsýn (e. technology foresight) þar sem áhersla er á tæknilega þróun. Slík verkefni hafa notið vaxandi vinsælda víða um heim, þó sérstaklega í Evrópu. Á tíunda áratug síðustu aldar var meira um tæknilega forsýn þar sem áhersla var lögð á mótun stefnu varðandi ráðstöfun opinbers fjár fyrir rannsóknir og nýsköpun. Á síðustu 10 árum hefur aðferðin verið notuð í auknu mæli fyrir langtíma áætlanagerð á ýmsum stefnumótunarsviðum, ekki síst í menntun. Vaxandi áhugi á forsýn í Evrópu undanfarið er mest vegna hvatningar ýmissa stofnana ESB og annarra alþjóðlegra stofnana til að auka langtíma áætlangerð. Hjá ESB er sérstaklega að nefna fjölmörg verkefni á vegum Joint Research Centre - Institute for Prospective Technological Studies (JRC-IPTS) sem miða að því að kynna forsýn og auka hæfni stefnumótenda til að beita aðferðum sem stuðla að langtíma áætlanagerð.

Í menntun hefur forsýn fyrst og fremst verið notuð í tengslum við stefnumótun fyrir háskóla vegna tengsla háskóla við rannsóknaumhverfinu sem forsýn er sprottin úr. Notkun forsýnar fyrir almenna mótun menntastefnu hefur þó farið vaxandi undanfarin áratug. Má sérstaklega nefna verkefni OECD "Schooling for Tomorrow", sem fjöldi landa hefur tekið þátt í (því miður er Ísland ekki meðal þeirra).

Undanfarið hef ég skrifað fjölda greina á enska blogginu mínu um tæknilega forsýn og mótun menntastefnu, enda snýst doktorsverkefnið mitt um það. Ég vildi gjarnan skrifa meira hér á þessu bloggi um forsýn en því miður sjaldan haft tíma til þess. En ég hvet þá sem hafa áhuga á forsýn og langtíma áætlanagerð fyrir menntun að kynna sér efnið sem þar er. Ég hef sérstaklega reynt að vera duglegur að setja inn tengla og tilvísanir á gagnlegt lesefni og rannsóknir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband