Verða hlynntir fleiri en andvígir fyrir lok þessa kjörtímabils?

ThumbupwithEUflag-large
Í könnunum sem þessum þar sem viðhorf er kannað með nokkuð reglulegu millibili er mesta upplýsingagildið í breytingum yfir lengri tíma. Við sjáum á þessari gröf að breytingar milli kannana segja okkur afskaplega lítið. Þar hoppar allt upp og niður og líklegt að þessar smávægilegu breytingar endurspegli frekar umræðu hverju sinni frekar en almennt álit landsmanna. Eins er munurinn milli andvígra og hlynntra hverju sinni lítið áhugaverður þar sem hver slíkur punktur er út af fyrir sig aðeins svipmynd af stöðunni á tilteknum tíma og skortir víðara samhengi. Ferlið frá upphafi tímabilsins sem sýnt er í gröfinni og til dagsins í dag er því aðal fréttin hér og hún er nokkuð áhugaverð. Það er mjög skýrt að fjöldi þeirra sem segjast vera andvígir aðild fer minnkandi meðan fjöldi þeirra sem segjast vera hlynntir fer vaxandi.


Raunin er að á rúmlega 2 árum hefur fjöldi andvígra fækkað um næstum 10% meðan fjöldi hlynntra hefur aukist um ca. 5%.

Ef þessi þróun heldur áfram gætu hlynntir orðið fleiri en andvígir á þessu kjörtímabili.

mbl.is Fleiri hlynntir inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÁFRAM ESB

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 14:55

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér sýnist það - kannski er þessi stjórn og 'þvaður' nei sinna bara að hjálpa okkur að komast í ESB

Rafn Guðmundsson, 24.1.2014 kl. 16:19

3 identicon

"Verða hlynntir fleiri en andvígir fyrir lok þessa kjörtímabils?"

.

Það tel ég afar óliklegt. Til að það gerðist þarf annað hvort af þessu að gerast:

.

a) Meðalgreindarvísitala Íslendinga lækkar um a.m.k. 50% næstu 3 árin (fer úr 100 stigum í 50).

b) ESB breytist gífurlega næstu 3 árin, fer úr því að vera sambandsríki og verður hreint viðskiptabandalag.

.

Hvor tveggja af þessum möguleikum er vægast sagt ósennilegur.

Pétur D. (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 17:35

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta hefur í heildina litið lítið sem ekkert breyst frá 2011 þá voru 31,5% hlynntir ESB aðild og 51,7% andvígir. Semsa gt eiginlega nákvæmlega sömu tölur og tiltölulega fáir óákveðnir eða svöruðu ekki eins og nú, eða ósköp svipað og reikna mætti með í kosningum. Þettta sýnir að ef aðeins eru teknir með þeir sem afstöðu taka þá eru nú u.þb. 62% þjóðarinnar andvígir ESB aðild og u.þb. 38% hlynntir. Hefur nánast ekkert breyst s.l. 2,5 ár.

Þið ESB sinnar getið endalaust reynt að breyta litlum tölum fram og til baka á mismunandi litlum minnihluta ykkar og fagna þessum sömu tölum fram og aftur það er alveg ljóst á þessu að það er aðeins hávaðasamur minnihluti sem er hlynntur ESB aðild og því algerlega tímabært af Alþingi að flauta þessa ESB umsókn algerlega af með því að afturkalla umsóknina.

Gunnlaugur I., 25.1.2014 kl. 00:41

5 Smámynd: Tryggvi Thayer

Gunnlaugur - það er auðveldara að vera andvígur þegar ekki er vitað hvað aðild felur í sér. Kannski best að ljúka viðræðunum og sjá hvernig staðan er þá.

Varðandi kannanirnar þá er sama hvaða tölur eru notaðar. Gröfin sýnir mjög greinilega stefnu: andstæðingum fer fækkandi. Ætlarðu að neita þvi?

Tryggvi Thayer, 25.1.2014 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband