Færsluflokkur: Trúmál

Er stöðugleiki í kristinni trú?

Agnes biskup telur að meirihluti Íslendinga hafi e.t.v. kosið að varðveita þjóðkirkju í stjórnarskrá landsins vegna þess að "fólk vill hafa þann stöðugleika sem felst í því að hafa þjóðkirkju." Hvaða stöðugleiki er það sem Agnes vísar til? Er það stöðugleikinn sem gerir það að verkum að hún, sem kona, geti verið biskup þvert á boðskap heilagasta rits kristinnar trúar? Er það stöðugleikinn sem felst í því að þrælahald skuli vera bannað í siðuðum ríkjum þvert á boðskap heilagasta rits kristinnar trúar? Er það stöðugleikinn sem birtist í afstöðu meirihluta Íslendinga til samkynhneigðra þvert á boðskap heilagasta rits kristinnar trúar? Agnes, það er enginn stöðugleiki í boðskap kristinnar trúar frekar en mannlegri tilveru almennt.

Kannski er það þá stöðugleikinn sem felst í því að þessar blessuðu kristnu kirkjur skuli finnast í öllum landshornum… S.s. að kristinn trú er McDonald's siðaboðskapsins, sami matseðill hvert sem farið er, og þess vegna skal henni varðveitt?!? Nei, það gengur ekki upp heldur e.o. deilur innan prestasamfélags undanfarin ár sýna.

Agnes, hvaða stöðugleika ertu eiginlega að tala um?
mbl.is Flestir vilja ákvæði um þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband