UNESCO verðlaun fyrir upplýsingatækni í menntun - áttum við séns í Finnana?

UNESCO - Mennta- og Menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna - tilkynnti nýlega um fyrstu heiðursverðlaunahafa fyrir upplýsingatækni í menntun. Vinningshafar eru frá Suður-Kóreu, fyrir verkefni sem miðar að því að tryggja aðgengi að netinu bæði í skólum og á heimilum, og frá Finnlandi, fyrir fjarnámsverkefni sem miðar sérstaklega að því að auka möguleika fullorðna til náms á afskekktum svæðum. Sérstaklega er bent á fjöldann sem hefur lokið námi í finnska prógramminu.

Þégar ég las þetta var mér hugsað til FSNetsins og Símenntunarmiðstöðvanna hér á landi, sem segja má að hafi verið ætlað svipað hlutverk. En, síðast sem ég vissi, var brottnám verulegt vandamál í því námi sem var í boði í gegnum þetta samstarf. Hvað ætli Finnarnir séu að gera sem við erum ekki að gera?

Ég pant svara fyrst!

Eitt af mörgu - Þjálfun kennara! Íslenskir kennarar virðast frekar seinir að tileinka sér upplýsingatækni á þann hátt að hún nýtist vel í kennslu. Þegar ráðist var í að upplýsingatæknivæða menntun hér á landi var allt of lítið hugað að kennaramenntun í því samhengi.

Þótt vitað væri hvers konar breytingar voru í vændum, sem eru vel útlistaðar í skýrslu Menntamálaráðuneytisins, Í krafti upplýsinga, um menntun og upplýsingatækni 1996-99, virðast það vera nákvæmlega þessar breyttu aðstæður og fyrirséðar breytingar á hlutverki kennara sem vefjast fyrir fólki. Í nýlegri skýrslu frá Evrópusambandinu segir:

"20% of teachers do not use computers in class in Iceland. When asked for the most important barrier, half of the teachers state that their subject does not lend itself to being taught with the use of ICT."

Þetta er í engu samræmi við það sem sagt er í skýrslunni Í krafti upplýsinga:

"Hlutverk kennara breytist. Auknar kröfur verða gerðar til verkstjórnar og samstarfs við nemendur og einnig til vandaðrar leiðsagnar við meðferð og úrvinnslu upplýsinga sem nemendur afla sér."

S.s. stór hópur kennara á Íslandi virðist ekki enn hafa áttað sig á þessum breyttu aðstæðum. Þ.e. að við notum upplýsingatækni í nánast öllu sem við gerum í dag og erum stöðugt að læra eitthvað af öllu þessu upplýsingaflæði og sennilega að læra eitthvað um allt. Ef kennarar halda að upplýsingatækni hentar ekki við kennslu í hvaða fagi sem er, hljóta þeir að misskilja upplýsingatækni og hlutverk þess í lífi ungs fólks í dag og að ungt fólk, og reyndar allir, eru stöðugt að læra eitthvað um allt. Stóra spurningin er hvernig kennarar notfæra sér það í skólum. Þannig hugsuðu Finnar og þess vegna eru þeir að fá þessi verðlaun frekar en við.

Að lokum býð ég lesendum að koma með ábendingar um fag þar sem upplýsingatækni nýtist ekki og ég lofa að hrekja þær hugmyndir um leið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband