22.2.2011 | 14:18
Meingölluð skoðanakönnun MMR um Icesave
Nýlega var sagt frá skoðanakönnun MMR sem sýnir að 57% Íslendinga ætla að samþykkja Icesave lögin í kosningu. Einn bloggari hér á blog.is benti á þann alvarlega galla á skoðanakönnuninni, sem ég tók undir, að úrtakið náði aðeins til þeirra sem eru 18-67 ára. Af einhverjum ástæðum hefur bloggarinn fjarlægt færsluna af bloggi sínu. Ég held að þetta sé samt eitthvað sem er þess virði að vekja athygli á.
MMR gefur enga ástæðu fyrir að Íslendingar eldri en 67 ára eru ekki í úrtakinu. Það er alvarlegt að úrtak nái ekki til allra sem málið varðar, sérstaklega þegar um er að tiltekinn hóp sem hægt er að skilgreina út frá ákveðnum forsendum. Íslendingar eldri en 67 ára eru í dag um 31.500 manns. Fjöldi íslendinga á kosningaaldri, þ.e.a.s. 18 ára og eldri, eru samtals um 238.000. Þarna eru því 13% af kosningabærum Íslendingum ekki hafðir með í úrtakinu. Þetta getur skekkt niðurstöður könnunarinnar all verulega.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.