15.10.2011 | 19:01
En hvað kostar ófullnægjandi menntakerfi?
Það þarf að hafa í huga að Finnar eru ekki þeir einu sem krefjast meistaraprófs fyrir fulla löggildingu kennara. Mörg lönd gera sömu kröfu og eins mörg fylki Bandaríkjana. Þessir aðilar ná þó ekki sama árangri og Finnar. Það er ekkert sem bendir til þess að meistarapróf út af fyrir sig sé töfralausn þó það sé mikilvægt skref í réttu átt (e.o. Þórður Hjaltested ýjar að í greininni sem birtist í Morgunblaðinu).
Að einblína á einhverjar upphæðir sem eru teknar úr samhengi við allt e.o. gert er í þessari grein er ekki gagnlegt. Það sem skiptir máli fyrir eflingu menntunar á þessu stigi er hvort og hvernig yfirvöld ætla að styðja við þessa nýmenntuðu kennara og veita þeim ráðrúm til að gera þær breytingar sem þarf að gera. Í þetta þarf langtíma og heildræna hugsun um hvernig við sjáum fyrir okkur menntun í framtíðinni.
Finnar hafa farið í gegnum mjög margþætta þróun yfir töluverðan tíma til að komast þangað sem þeir eru núna. Ég skrifaði svolítið um þetta nýlega á enska blogginu mínu í kjölfar netumræðna við ýmsa menntafræðinga hér í Bandaríkjunum. Mér þykir nokkuð ljóst að það þarf að dýpka íslenska umræðu um menntamál töluvert áður en við getum átt nokkra von á að komast með tærnar þar sem Finnar hafa hælana.
Meistaraprófskrafa kostar milljarð á næstu sjö árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.