Framsýni - hvaða framsýni?

Það er ekki spurning um að "passa [okkur] að dragast ekki aftur úr" heldur hvernig við ætlum að bæta upp fyrir það sem við höfum þegar misst. Ég hef bent á það oft hér á blogginu mínu að Íslendingar hafa stöðugt verið að dragast aftur úr vinaþjóðum síðan við toppuðum aðrar þjóðir í alþjóðlegum samanburðum kringum 2004-5. Í dag eru nettengingar á Íslandi með þeim hægustu og dýrustu meðal OECD þjóða. 100 Mb tengingar eru nú þegar í boði í flestum OECD ríkjum og á töluvert betra verði en gerist á Íslandi. Lönd e.o. Svíþjóð eru komin langt fram úr okkur og þar er hægt að fá allt upp í 1 Gb tengingar. Það væri því áhugavert að fá nánari útlistun á þeirri "framsýni" sem nefnd er í greininni. Að stefna að því að komast upp í það sem þegar er orðið norm í öðrum löndum felur í sér litla framsýni að mínu mati.


downloadspeeds_1118290.pngVið verðum vör við sífellt örari breytingar í heiminum sem langflestar tengjast eða eru afleiðingar þróunar á upplýsingatækni (UT). Á Íslandi virðist algjörlega vanta framsýni í UT málum og við erum að sjá afleiðingarnar í fyrrnefndum alþjóðlegum samanburðum. Mest er þetta áberandi í tengslum við menntamál (eða kannski fylgist ég bara mest með þeim). MMR gaf síðast út stefnuskrá um UT í menntun fyrir 2005-2008. Sú stefna var innihaldslítil og má í raun segja að hún hafi fallið gleymsku áður en hún komst í framkvæmd. Engin stefna hefur komið frá MMR síðan.


mbl.is Haldi í við tæknina þrátt fyrir minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband