10.1.2012 | 22:13
iPad í skóla Hjallastefnunnar: Þarf meira en æðislegt tæki til að gera æðislega hluti
Í gær var sagt frá því í Morgunblaðinu og á mbl.is að forsvarsmenn skóla Hjallastefnunnar hyggjast taka iPad spjaldtölvur í notkun á árinu. Þessi tilkynning fylgir fast á hælum umræðu um fyrirhugað tilraunaverkefni með Kindle spjaldtölvur í Vogaskóla sem ég skrifaði lítillega um hér og hér. Þessi aukna umræða um upplýsingatækni í skólum er mjög áhugaverð og e.t.v. til merkis um vaxandi meðvitund um nauðsyn þess að íhuga nýjar leiðir í skólamálum þar sem upplýsingatækni skipar meiri sess en hefur verið. Ég var samt svolítið ósáttur við umfjöllunina um verkefnið í Vogaskóla og viðbrögð mín og annarra við henni hafa komið af stað þarfri umræðu um innleiðingu upplýsingatækni í skólum. Þar sem ég átti minn þátt í að koma þessari umræðu af stað finnst mér ómögulegt að segja ekki líka eitthvað um áform Hjallastefnunar sem nú hafa komið fram - svona til að reyna að vera samkvæmur sjálfum mér.
Ég er svolítið sáttari við nálgun Margrétar Pálu hjá Hjallastefnunni - hún er að minnsta kosti ekki upptekin af því að leita leiða til við takmarka aðgengi að tækninni e.o. í Vogaskóla - sem hljóta að teljast með furðulegustu rökum fyrir vali á tækni sem ég hef heyrt. Ég held að Margrét Pála sé samt aðeins of bjartsýn á tæknina líkt og fulltrúar Skólavefs - þ.e.a.s. þau heillast af hugmyndinni um tæknina og allt sem hún á að geta "gert" en hafa lítið hugsað um hvað skólafólkið og nemendurnir munu gera við tæknina. Í Morgunblaðinu segir hún m.a. "[iPad] tölvurnar opna óendanlega möguleika" og "þær ... henta flestöllum námsgreinum". Þetta kann að vera rétt hjá henni en yfirlýsingarnar minna óneitanlega á yfirlýsingar tölvugúrúa um hvernig tæknin myndu bylta námi í lok síðustu aldar - og svo var beðið og beðið og ekkert breytist. Ég er auðvitað bara að tjá mig um það sem ég hef lesið. Það kann s.s. að vera að þeir hjá Hjallastefnunni séu komnir lengra í hugmyndavinnunni og eru bara ekki að segja frá því.
Ég ætla að láta eina reynslusögu fylgja hér frá Háskólanum í Minnesota. Ég held að hún sé mjög viðeigandi þó svo að himinn og haf eru milli grunnskóla á Íslandi og háskóla í Bandaríkjunum.
Steve Jobs tókst auðveldlega að sannfæra okkur um það hvað iPad spjaldtölvurnar eru æðislegar og stórmerkilegar - en hann sagði okkur aldrei hvað þær gera eða hvað við eigum að gera við þær. Það er okkar hlutverk að finna út úr því hvernig þessi æðislegu tæki geta gert líf okkar æðislegt og ef vel á að takast til þarf það vandaða áætlanagerð og skýrar hugmyndir um hvaða tilgangi tæknin á að þjóna. Ein og sér gerir tæknin ekki neitt sama hvað hún er æðisleg.
Ég er svolítið sáttari við nálgun Margrétar Pálu hjá Hjallastefnunni - hún er að minnsta kosti ekki upptekin af því að leita leiða til við takmarka aðgengi að tækninni e.o. í Vogaskóla - sem hljóta að teljast með furðulegustu rökum fyrir vali á tækni sem ég hef heyrt. Ég held að Margrét Pála sé samt aðeins of bjartsýn á tæknina líkt og fulltrúar Skólavefs - þ.e.a.s. þau heillast af hugmyndinni um tæknina og allt sem hún á að geta "gert" en hafa lítið hugsað um hvað skólafólkið og nemendurnir munu gera við tæknina. Í Morgunblaðinu segir hún m.a. "[iPad] tölvurnar opna óendanlega möguleika" og "þær ... henta flestöllum námsgreinum". Þetta kann að vera rétt hjá henni en yfirlýsingarnar minna óneitanlega á yfirlýsingar tölvugúrúa um hvernig tæknin myndu bylta námi í lok síðustu aldar - og svo var beðið og beðið og ekkert breytist. Ég er auðvitað bara að tjá mig um það sem ég hef lesið. Það kann s.s. að vera að þeir hjá Hjallastefnunni séu komnir lengra í hugmyndavinnunni og eru bara ekki að segja frá því.
Ég ætla að láta eina reynslusögu fylgja hér frá Háskólanum í Minnesota. Ég held að hún sé mjög viðeigandi þó svo að himinn og haf eru milli grunnskóla á Íslandi og háskóla í Bandaríkjunum.
Á haustönn 2010 var ákveðið að allir nýnemar í kennslufræðideild háskólans fengju iPad í upphafi náms. Hugmyndin var að nemendur og kennarar deildarinnar fengju þá tækifæri til að kynna sér það nýjasta í upplýsingatækni og prófa hana í sínu námi og kennslu. Verkefnið var styrkt af ónafngreindum velvildarmanni skólans og tilkynnt var um það skömmu áður en námsönnin hófst. Kennarar við deildina höfðu lítinn tíma til að búa sig undir þessar breyttu aðstæður og nemendur vissu lítið hvað átti að gera við þessi tæki. Það náðist þó að breyta kennsluskrám í nemendanna svo þeir gætu notað rafbækur á fínu nýju iPad-tölvum sínum.
Önnin leið og lítið markvert gerðist. Hvað fínu iPad-tölvurnar snerti, fór önnin að mestu í smávægilegar tilraunir og áætlanagerð fyrir næstu önn. Nemendur héldu svo áfram með rafbækurnar sínar. Í lok annar rann upp fyrir nemendum að þeir gætu ekki endurselt rafbækur eins og vaninn var að gera við hefðbundnu bækurnar. Gróðinn af endursölunni nýttist alltaf vel til að halda upp á annarlok eða þá í smá vasapening í fríinu. Í huga sumra nemenda var hreinlega verið að hafa af þeim pening!
Á næstu önninni völdu margir nemendur að kaupa frekar hefðbundnar bækur en að notast við rafbækurnar. Enn voru fáar hugmyndir um hvað ætti að gera við þessi blessuðu tæki í kennslunni. Ég var með nokkra í kúrs sem ég kenndi þá önn sem notuðu að vild iPad tölvur herbergisfélaga sem voru kennslufræðinemar. Skipti litlu máli vegna þess að þegar hér var komið var notkun þeirra í kennslufræðinni nánast engin.
Ákveðið var að halda áfram með verkefnið á þessu skólaári og fengu nýnemarnir í kennslufræði í haust splunkunýja iPad 2. Segja má að það sé algjört iPad æði í öllum deildum skólans sem hafa með menntun að gera núna. Samt er ekki að sjá að tækin séu mikið meira notuð en í fyrra.
Steve Jobs tókst auðveldlega að sannfæra okkur um það hvað iPad spjaldtölvurnar eru æðislegar og stórmerkilegar - en hann sagði okkur aldrei hvað þær gera eða hvað við eigum að gera við þær. Það er okkar hlutverk að finna út úr því hvernig þessi æðislegu tæki geta gert líf okkar æðislegt og ef vel á að takast til þarf það vandaða áætlanagerð og skýrar hugmyndir um hvaða tilgangi tæknin á að þjóna. Ein og sér gerir tæknin ekki neitt sama hvað hún er æðisleg.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 22:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.