18.4.2012 | 11:33
Augmented reality = gagnaukinn veruleiki: Tillaga að nýrri þýðingu
Sú tækni sem líklegust er til að hafa teljandi áhrif á því hvernig við notum upplýsingatækni á komandi árum hefur verið nefnd á ensku "augmented reality" (AR) (sjá t.d. um tæknina hér, hér og hér. Ég á enn eftir að sjá góða íslenskun á þessu hugtaki. Sumir hafa þýtt hugtakið beint sem "viðbættur raunveruleiki" en þetta hugtak er bæði óþjált og lýsir illa því sem er átt við. Ég hef stungið upp á að þetta verði þýtt sem "gagnaukinn veruleiki" sem ég tel að virki vel á íslenskri tungu og lýsir tækninni einstaklega vel, jafnvel betur en enska hugtakið. Fyrst ætla ég að útskýra hvað gagnaukinn veruleiki (GV) er og svo rökstyð ég þessa þýðingu mína.
GV byggir á notkun gagna og tækni sem eru til í nútímatölvum og snjallsímum í dag, s.s. myndavél, staðsetningartækni, þráðlaust net. Þessi tækni hefur töluverð áhrif á samskipti okkar við umhverfið - bæði hvernig við skynjum umhverfið okkar og hvernig við skilgreinum og mótum umhverfið. Í vissum skilningi má segja að tæknin gerir umhverfinu kleift að upplýsa okkur um sig sjálft - t.d. getum við beint snjallsímanum að tilteknu fjalli og fengið að vita hvað það heitir, hvað það er hátt, o.s.frv. Við getum líka notað þessa tækni til að koma fyrirbærum fyrir í umhverfinu sem eru ekki annars til staðar - t.d. er eitt snjallsímaforrit sem gerir fólki kleift að fara í boltaleik án þess að nota raunverulegan bolta. Sennilega er Google Maps mest notaða GV tæknin í dag. Google Maps víkkar út okkar skynjaða umhverfi til muna. Ég get staðið á götuhorni í framandi borg í leit að kaffihúsi og vitað um öll kaffihús í göngufæri við mína staðsetningu en ekki bara þau kaffihús sem ég sé með eigin augum. GV tæknin þróast mjög ört og það er aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar hvað við getum gert með henni. Nokkrir möguleikar:
Í fyrsta lagi, GV bætir ekki endilega neinu við umhverfið okkar. Þegar við notum GV til að upplýsa okkur um fjall þá er ekki um neina viðbót við umhverfið okkar að ræða. Í vissum skilningi mætti segja að tæknin eykur merking fjallsins fyrir okkur. Fjallið sjálft breytist ekki á nokkurn hátt. Raunin er að "viðbætt" er ekki einu sinni rétt þýðing á enska orðinu "augmented" nema í einstökum tilfellum. Enska orðið "augmented" þýðir í raun að eitthvað sé aukið umfram það sem það er venjulega. T.d. þegar við notum Google Maps þá eykst skilningur okkar á umhverfinu umfram það sem skynfærin okkar myndu venjulega færa okkur. Umhverfið er samt algjörlega óbreytt.
Í öðru lagi, tæknin snýst ekki beint um "raunveruleikann" sem slíkan. Minn skilningur á "raunveruleika" er að hann er bara það sem hann er og við bætum ekki neinu við hann né tökum frá honum. "Veruleikinn" er hins vegar sú sýn á raunverukeikanum sem mótast af skynjun okkar á raunveruleikanum og skilgreiningum á því sem í honum er. Við höfum því miklu meira vald yfir "veruleikanum" heldur en raunveruleikanum. Ég gæti farið út í ítarlegar heimspekilegar verufræði pælingar hér en ég held ég láti það vera að sinni. Ég læt nægja að segja að GV tækni hefur þannig áhrif á tilvist hluta í umhverfinu okkar að þeir öðlast dýpri merkingu, meira notagildi eða að þeir eru hreinlega skapaðir úr engu.
Af hverju að þýða AR sem "gagnaukinn veruleiki"?
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég kýs að nota forskeytið "gagn" í hugtakinu mínu.
Í fyrsta lagi, GV byggir fyrst og fremst á samspil gagna við umhverfið okkar. Veruleikinn er "aukinn" með notkun tölvugagna sem miðlast með upplýsingatækni. Fyrri tækni hefur ekki boðið upp á þetta nána samspil umhverfis og gagna. Gögn annars vegar og það sem þau lýsa hins vegar hafa ekki haft möguleika á að vinna saman í sama skynjaða rými. Gögn hafa átt sinn stað í tölvum eða á pappírum og yfirfærsla á umhverfið aðeins verið hægt með því að nota ímyndunaraflið til að fylla inn í eyður. Með tilkomu GV eru gögn færð inn í skynjunarrýmið þannig að skynjunin mótast af gögnunum og því sem er skynjað í sama ferlinu.
Í öðru lagi eykst gagnsemi umhverfisins með notkun GV. Þeim mun meira sem við vitum um umhverfið þeim mun betri ákvarðanir getum við tekið varðandi samskipti okkar og þess. Segjum sem svo að ég nota GV til að fræðast um hvað tiltekið fjall er hátt og hversu langan tíma tekur að ganga upp á það. Þá er ég betur stæður til að ákveða hvort aðstæður henta til fjallgöngu á tilteknu fjalli eða ekki.
Þannig að ég legg til að enska hugtakið "augmented reality" verði þýtt sem "gagnaukinn veruleiki" vegna þess að það er þjálla en "viðbættur raunveruleiki" og það lýsir betur notagildi, áhrifum og möguleikum tækninnar sem um ræðir.
GV byggir á notkun gagna og tækni sem eru til í nútímatölvum og snjallsímum í dag, s.s. myndavél, staðsetningartækni, þráðlaust net. Þessi tækni hefur töluverð áhrif á samskipti okkar við umhverfið - bæði hvernig við skynjum umhverfið okkar og hvernig við skilgreinum og mótum umhverfið. Í vissum skilningi má segja að tæknin gerir umhverfinu kleift að upplýsa okkur um sig sjálft - t.d. getum við beint snjallsímanum að tilteknu fjalli og fengið að vita hvað það heitir, hvað það er hátt, o.s.frv. Við getum líka notað þessa tækni til að koma fyrirbærum fyrir í umhverfinu sem eru ekki annars til staðar - t.d. er eitt snjallsímaforrit sem gerir fólki kleift að fara í boltaleik án þess að nota raunverulegan bolta. Sennilega er Google Maps mest notaða GV tæknin í dag. Google Maps víkkar út okkar skynjaða umhverfi til muna. Ég get staðið á götuhorni í framandi borg í leit að kaffihúsi og vitað um öll kaffihús í göngufæri við mína staðsetningu en ekki bara þau kaffihús sem ég sé með eigin augum. GV tæknin þróast mjög ört og það er aðeins hugmyndaflugið sem takmarkar hvað við getum gert með henni. Nokkrir möguleikar:
- gera við eigin bíl án þess að hafa hundsvit á bílum,
- fara í göngutúr með félögum sem eru staddir í fjarlægum löndum,
- fara á tónleika með löngu liðnum tónlistarmönnum.
Í fyrsta lagi, GV bætir ekki endilega neinu við umhverfið okkar. Þegar við notum GV til að upplýsa okkur um fjall þá er ekki um neina viðbót við umhverfið okkar að ræða. Í vissum skilningi mætti segja að tæknin eykur merking fjallsins fyrir okkur. Fjallið sjálft breytist ekki á nokkurn hátt. Raunin er að "viðbætt" er ekki einu sinni rétt þýðing á enska orðinu "augmented" nema í einstökum tilfellum. Enska orðið "augmented" þýðir í raun að eitthvað sé aukið umfram það sem það er venjulega. T.d. þegar við notum Google Maps þá eykst skilningur okkar á umhverfinu umfram það sem skynfærin okkar myndu venjulega færa okkur. Umhverfið er samt algjörlega óbreytt.
Í öðru lagi, tæknin snýst ekki beint um "raunveruleikann" sem slíkan. Minn skilningur á "raunveruleika" er að hann er bara það sem hann er og við bætum ekki neinu við hann né tökum frá honum. "Veruleikinn" er hins vegar sú sýn á raunverukeikanum sem mótast af skynjun okkar á raunveruleikanum og skilgreiningum á því sem í honum er. Við höfum því miklu meira vald yfir "veruleikanum" heldur en raunveruleikanum. Ég gæti farið út í ítarlegar heimspekilegar verufræði pælingar hér en ég held ég láti það vera að sinni. Ég læt nægja að segja að GV tækni hefur þannig áhrif á tilvist hluta í umhverfinu okkar að þeir öðlast dýpri merkingu, meira notagildi eða að þeir eru hreinlega skapaðir úr engu.
Af hverju að þýða AR sem "gagnaukinn veruleiki"?
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég kýs að nota forskeytið "gagn" í hugtakinu mínu.
Í fyrsta lagi, GV byggir fyrst og fremst á samspil gagna við umhverfið okkar. Veruleikinn er "aukinn" með notkun tölvugagna sem miðlast með upplýsingatækni. Fyrri tækni hefur ekki boðið upp á þetta nána samspil umhverfis og gagna. Gögn annars vegar og það sem þau lýsa hins vegar hafa ekki haft möguleika á að vinna saman í sama skynjaða rými. Gögn hafa átt sinn stað í tölvum eða á pappírum og yfirfærsla á umhverfið aðeins verið hægt með því að nota ímyndunaraflið til að fylla inn í eyður. Með tilkomu GV eru gögn færð inn í skynjunarrýmið þannig að skynjunin mótast af gögnunum og því sem er skynjað í sama ferlinu.
Í öðru lagi eykst gagnsemi umhverfisins með notkun GV. Þeim mun meira sem við vitum um umhverfið þeim mun betri ákvarðanir getum við tekið varðandi samskipti okkar og þess. Segjum sem svo að ég nota GV til að fræðast um hvað tiltekið fjall er hátt og hversu langan tíma tekur að ganga upp á það. Þá er ég betur stæður til að ákveða hvort aðstæður henta til fjallgöngu á tilteknu fjalli eða ekki.
Þannig að ég legg til að enska hugtakið "augmented reality" verði þýtt sem "gagnaukinn veruleiki" vegna þess að það er þjálla en "viðbættur raunveruleiki" og það lýsir betur notagildi, áhrifum og möguleikum tækninnar sem um ræðir.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Vefurinn, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Athugasemdir
Vel unnin færsla.
Gagnaukinn veruleiki hljómar mun betur en viðbættur raunveruleiki.
Þegar slíkur rafbúnaður er notaður breytist oft viðhorfið og skilningur eykst ,
sem getur skipt miklu máli undir ákveðnum kringumstæðum.
Hiku, 23.4.2012 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.