2.7.2012 | 13:08
Eru gagnaver raunverulega stórir kúnnar Farice?
Í frétt á Vísi.is í dag er sagt frá því að Farice ætli að hækka gjöld fyrir aðgengi almennings að sæstrengssambandi við netið. Það hefur komið fram að almenningur mun borga töluvert meira fyrir netsambandið en gagnaver. Ómar Benediktsson, forstjóri Farice, réttlætir þetta þannig, "Gagnaverin eru mun stærri kúnni". Spurt hefur verið um eignarhald og notkun á strengjum Farice á þingi og skv. svörum sem fengust þá (2010-2011) er nýting Farice þessi:
Burðargeta og nýting:
Viðskiptavinir:
Til samanburðar má geta að álbræðslur nota um 80% af raforku sem framleidd er á Íslandi. Það eru stórir kúnnar - gagnaverin eru það ekki.
Burðargeta og nýting:
Strengur | Burðargeta | Nýtingarhlutfall |
Farice | 100 Gbit/s | 45% |
Danice | 100 Gbit/s | 55% |
Viðskiptavinir:
- Íslensk síma- og fjarskiptafélög 41%
- Erlend síma- og fjarskiptafélög 15%
- Aðilar sem reka rannsókna- og háskólanet 17%
- Gagnaver og erlendir viðskiptavinir gagnavera 27%
Til samanburðar má geta að álbræðslur nota um 80% af raforku sem framleidd er á Íslandi. Það eru stórir kúnnar - gagnaverin eru það ekki.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Athugasemdir
Jóhannes Gunnarsson hittir naglann á höfuðið.
Tryggvi Thayer, 2.7.2012 kl. 13:55
Þarna á að blóðmjólka almenning. Meðaltenging í dag er á hvað.. ~6000 krónur. Þannig tenging myndi hækka verulega og svo gagnamagnsreikningar verða algerlega gaga.
Farice stefnir augljóslega í að gera nettenginar fyrir almenning að lúxusvöru.. hrækir faktískt á almenning sem er stærsti viðskiptavinurinn..
DoctorE (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.