23.9.2012 | 15:44
Sérkennsla í íslenskum skólum: Er hátt hlutfall gott eða slæmt?
Í síðustu viku birtust 2 greinar á mbl.is þar sem fjallað er um hátt hlutfall íslenskra grunnskólanemenda sem hafa þurft sérkennslu (fyrsta grein - önnur grein). Fyrst verð ég að segja að mér finnst Anna Lilja Þórisdóttir, blaðamaður, eiga hrós skilið fyrir hlutlausa framsetningu hennar á efninu og að gera þetta ekki að æsifrétt e.o. oft hefur verið tilhneiging þegar menntamál rata í íslenska fjölmiðla. Anna Lilja setur fram gögnin en lætur vera að segja hvort þetta sé slæm eða góð þróun. En e.o. mátti búast við hafa sumir verið fljótir að dæma íslenskt menntakerfi út frá fréttinni og telja þetta ekki góða þróun. Hátt hlutfall sérkennslu er í hugum sumra augljós vottur um sóun á opinberu fé, slæma starfshætti kennara og skólayfirvalda og jafnvel merki um almenna leti íslensks námsfólks.
Í fréttunum tveimur er hlutfall íslenskra nemenda borið saman við reynslu í nágrannalöndum. Fram kemur að hlutfallið er töluvert hærra á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum (rétt í kringum 10%) en aðeins hærra en í Finnlandi. Segir að hlutfallið í Finnlandi er um 21% miðað við 27,5% á Íslandi (reyndar hef ég séð hærri tölur frá Finnum sjálfum, allt upp í 27%, og geri ég ráð fyrir að munurinn stafar af því að það sé svolítið óljóst hvað telst til "sérkennslu").
Þannig að sú þjóð sem kemst næst okkur er Finnland. Þetta er mjög athyglisvert því að Finnar líta svolítið öðruvísi á sérkennslu en margir aðrir. Þeir eru stoltir af háu hlutfalli nemenda sem fá sérkennslu og líta á það sem mikilvægan þátt í velgengni finnskra nemenda í alþjóðlegum könnunum (aðallega PISA og TIMSS). Finnar hafa mótað sitt menntakerfi til að tryggja að finnskir námsmenn búi yfir tiltekna hæfni að loknu skyldunámi. Þetta er töluvert frábrugðið því sem gerist í mörgum öðrum menntakerfum þar sem markmiðið er ekki endilega að nemendur kunni tiltekna hluti við lok náms, heldur að þeir hafi fengið leiðbeiningu í tilteknum fræðum við lok náms. Vegna þessara áheyrslna í námsmarkmiðum hafa Finnar mótað sitt menntakerfið þannig að kennarar reyna að koma auga á námsörðugleika eins fljótt og hægt er og beita hvaða úrræðum sem þörf þykir til að hjálpa námsfólki að komast á það þekkingarstig sem þeir eiga að vera. Þess vegna er hlutfall nemenda sem fá sérkennslu í Finnlandi mjög hátt miðað við önnur lönd.
Það að tiltölulega hátt hlutfall íslenskra nemenda skulu fá sérkennslu er ekki endilega neikvætt. Það gæti líka verið vísbending um að íslenskir skólar eru að leggja sig fram við að mæta ólíkum þörfum nemenda.
Í fréttunum tveimur er hlutfall íslenskra nemenda borið saman við reynslu í nágrannalöndum. Fram kemur að hlutfallið er töluvert hærra á Íslandi en í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum (rétt í kringum 10%) en aðeins hærra en í Finnlandi. Segir að hlutfallið í Finnlandi er um 21% miðað við 27,5% á Íslandi (reyndar hef ég séð hærri tölur frá Finnum sjálfum, allt upp í 27%, og geri ég ráð fyrir að munurinn stafar af því að það sé svolítið óljóst hvað telst til "sérkennslu").
Þannig að sú þjóð sem kemst næst okkur er Finnland. Þetta er mjög athyglisvert því að Finnar líta svolítið öðruvísi á sérkennslu en margir aðrir. Þeir eru stoltir af háu hlutfalli nemenda sem fá sérkennslu og líta á það sem mikilvægan þátt í velgengni finnskra nemenda í alþjóðlegum könnunum (aðallega PISA og TIMSS). Finnar hafa mótað sitt menntakerfi til að tryggja að finnskir námsmenn búi yfir tiltekna hæfni að loknu skyldunámi. Þetta er töluvert frábrugðið því sem gerist í mörgum öðrum menntakerfum þar sem markmiðið er ekki endilega að nemendur kunni tiltekna hluti við lok náms, heldur að þeir hafi fengið leiðbeiningu í tilteknum fræðum við lok náms. Vegna þessara áheyrslna í námsmarkmiðum hafa Finnar mótað sitt menntakerfið þannig að kennarar reyna að koma auga á námsörðugleika eins fljótt og hægt er og beita hvaða úrræðum sem þörf þykir til að hjálpa námsfólki að komast á það þekkingarstig sem þeir eiga að vera. Þess vegna er hlutfall nemenda sem fá sérkennslu í Finnlandi mjög hátt miðað við önnur lönd.
Það að tiltölulega hátt hlutfall íslenskra nemenda skulu fá sérkennslu er ekki endilega neikvætt. Það gæti líka verið vísbending um að íslenskir skólar eru að leggja sig fram við að mæta ólíkum þörfum nemenda.
35,4% í sérkennslu á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 19.2.2013 kl. 13:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.