Ef þú ætlar að vinna í upplýsingatækni farðu fyrst til Indlands - STRAX!

Ég nefndi stökkþróun í síðustu færslunni minni. Ef einhver þarf sönnun fyrir því að stökkþróun sé raunveruleg er Indland sennilega besta dæmið um slíkt. Þeir hafa ekki aðeins verið að byggja upp öflugt upplýsingakerfi í landinu heldur hafa þeir líka verið að skapa sérþekkingu á ýmsum sviðum. Metnaðargjarnir bandaríkjamenn, sem eiga það til að vera svolítið heimakærir, eru meira að segja að flykkjast þangað. Indverjar virðast skilja vel að stökkþróun byggist á vel menntuðu fólki, upplýsingatækni, hugviti og sérþekkingu.

Í nýjasta þætti Digital Planet í BBC er rætt við nokkra Indverska bloggara sem eru að gera merkilega hluti. Þeir sem ætla sér að vera í fararbroddi á sviði upplýsingatækni verða að fylgjast með því sem er að gerast í Indlandi. Vill einhver sponsora mig til Indlands?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband