18.5.2006 | 03:57
Endalaust Web 2.0 bull
Web 2.0 er alltaf jafnmikið í umræðunni þessa dagana. Hugtakið varð til meðal O'Reilly manna fyrir ca. 1.5-2 árum og á að lýsa vaxandi útbreiðslu og "félagsvæðingu" vefsins og tækni sem tengist henni. Nú er Gartner víst að skamma fyrirtæki fyrir seinagang í sambandi við þessar "miklu" breytingar. En er virkilega tímabært að fara að tala um Web 2.0?
Web 2.0 er oftast notað í tengslum við blogg, mynddreifingar vefi, podcasts (sá einhverjar umræður um hvað ætti að kalla þetta á íslensku en man ekki meir), o.s.frv.. Breytingin er helst sú að í fyrstu útgáfunni voru fáir að framleiða upplýsingar fyrir marga en nú geta allir framleitt efni - og mikið af því. Þar af leiðandi er vefurinn víst orðinn félagslegri en áður. En vefurinn átti alltaf að vera svona. Það er mjög skýrt í bók Berners-Lee, Weaving the Web. Og það sem meira er, Berners-Lee var að vinna út frá hugmyndum sem voru settar fram fyrir 62 árum (!!!) í stórmerkilegri grein Vannevar Bush, "As we may think" (sem ég mæli með að allir lesi vel). Þar setur hann fram hugmyndir um tæknivætt upplýsingasamfélag og vefurinn er eitt skrefið í átt að þessu upplýsingasamfélagi, sem er augljóslega félagslegt fyrirbæri. Ég myndi segja að við höfum ekki enn upplifað draum Bush vegna þess að við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig upplýsingar og tækni funkera í félagslegu samhengi (meira um þetta hér). Þannig að vefurinn er kannski bráðum að komast út úr beta. Það er ennþá langt í útgáfu 2.0. Svolítið fyrir neðan beltisstað að gagnrýna fyrirtæki fyrir að vera sein að skilja misskilning. Breytir því ekki samt að það borgar sig að fara að reyna að átta sig á þessu upplýsingasamfélagi.
Web 2.0 er oftast notað í tengslum við blogg, mynddreifingar vefi, podcasts (sá einhverjar umræður um hvað ætti að kalla þetta á íslensku en man ekki meir), o.s.frv.. Breytingin er helst sú að í fyrstu útgáfunni voru fáir að framleiða upplýsingar fyrir marga en nú geta allir framleitt efni - og mikið af því. Þar af leiðandi er vefurinn víst orðinn félagslegri en áður. En vefurinn átti alltaf að vera svona. Það er mjög skýrt í bók Berners-Lee, Weaving the Web. Og það sem meira er, Berners-Lee var að vinna út frá hugmyndum sem voru settar fram fyrir 62 árum (!!!) í stórmerkilegri grein Vannevar Bush, "As we may think" (sem ég mæli með að allir lesi vel). Þar setur hann fram hugmyndir um tæknivætt upplýsingasamfélag og vefurinn er eitt skrefið í átt að þessu upplýsingasamfélagi, sem er augljóslega félagslegt fyrirbæri. Ég myndi segja að við höfum ekki enn upplifað draum Bush vegna þess að við erum ennþá að reyna að átta okkur á því hvernig upplýsingar og tækni funkera í félagslegu samhengi (meira um þetta hér). Þannig að vefurinn er kannski bráðum að komast út úr beta. Það er ennþá langt í útgáfu 2.0. Svolítið fyrir neðan beltisstað að gagnrýna fyrirtæki fyrir að vera sein að skilja misskilning. Breytir því ekki samt að það borgar sig að fara að reyna að átta sig á þessu upplýsingasamfélagi.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 21.5.2006 kl. 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.