18.5.2006 | 14:54
Búið að brúa stafrænu gjána?
Malcom Brew, sem rekur þráðlausa netþjónustu í Úganda, heldur því fram að það er engin stafræn gjá (digital divide) í Afríku. Í staðinn segir hann að það sé skortur á rafrænu efni fyrir Afríkubúa. Ég held að hann sé svolítið að misskilja hugtakið "stafræn gjá" (vafrið um þennan vef til að sjá hvað þetta er margþætt hugtak). Stafræna gjáin er ekki bara tæknileg, það eru líka félagslegir þættir og þættir sem varða þekkingu og getu einstaklinga til að nýta sér upplýsingatæknina. Fólk getur haft greiðan aðgang að besta tölvukosti í heimi, en ef það er tiltekin hópur sem getur ekki notað netþjónustu banka þá er stafræn gjá. Þannig að ef Brew er að halda því fram að tæknin sé til staðar en að það vanti efni og þjónustu þá er stafræn gjáin enn til staðar.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.