6.3.2007 | 19:06
Skref í réttu átt en hvað með alþjóðlegu skólana sem eru fyrir?
Það er gott að sjá að utanríkisráðuneytið er að huga að aðgerðum til að hlúa að þörfum útlendinga sem koma hingað til starfa en ætla sér ekki endilega að setjast hér að. Þetta hentar t.d. þeim sem koma til að sinna rannsóknarstörfum, hátæknistörf og þ.h. Mjög móbílt lið sem á það til að flakka svolítið um heiminn. En það þarf fleira að gerast líka og kannski eru að opnast augu manna fyrir því. Nefni þá sérstaklega landvistarleyfarmálin fyrir stúdenta og rannsóknafólk sem koma annarstaðar frá en Evrópu. Gæti orðið skynsamlegt "næsta skref" að fara að skoða það.
En það vekur heilmikla furðu að í þessari frétt skuli rætt um alþjóðlegan skóla á Íslandi eins og slíkt sé alls ekki til staðar fyrir. Hvað með Alþjóðlega skólann í Garðabæ og International Baccalaureate námið í MH? Væri ekki skynsamlegt að skoða hvort hægt sé að styrkja þá áður en við förum að byggja upp eitthvað nýtt frá grunni?
En það vekur heilmikla furðu að í þessari frétt skuli rætt um alþjóðlegan skóla á Íslandi eins og slíkt sé alls ekki til staðar fyrir. Hvað með Alþjóðlega skólann í Garðabæ og International Baccalaureate námið í MH? Væri ekki skynsamlegt að skoða hvort hægt sé að styrkja þá áður en við förum að byggja upp eitthvað nýtt frá grunni?
Hugmyndir um alþjóðlegan skóla á Íslandi þar sem námsefni yrði á ensku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.