25.5.2006 | 13:13
Vegatollur á upplýsingahraðbrautinni, Vefur2006 og fleira
Það hefur lítið heyrst frá mér undanfarna daga enda mikið að gera hér. Fjölskyldan er að undirbúa millilandaflutninga frá Bandaríkjunum til Íslands um helgina. Það er búið að selja allt úr íbúðinni hér og við sitjum á kössum, borðum af pappadiskum á kössum og sofum á gólfinu. Svo hefur verið hitabylgja (ca. 30 stig) sem er ekki það sem maður vill þegar maður er að burðast með hluti fram og til baka.
En það er margt áhugavert að gerast í heiminum. Um þessar mundir fer fram WWW2006 ráðstefnan í Edinborg. BBC fylgist vel með og er með viðtöl við Tim Berners-Lee og fleira. Sérstaklega áhugavert er þetta þar sem Tim Berners-Lee talar um hugmyndir netþjónustu aðila hér í Bandaríkjunum um að skipta netinu svo hægt verði að láta upplýsingaþjónustur greiða sérstaklega fyrir að fá forgang á netinu (fáránleg hugmynd að mínu mati og mjög amerísk). Hugsið ykkur ef við þurfum í framtíðinni að bíða eftir að fá upp bloggsíðu fjölskyldunnar út af því að hún tímdi ekki að borga "hraðflutningagjald"! Eða að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma eftir tölvupósti frá vinum en að auglýsingapóstur birtist strax. Er nokkur notandi sem vill þetta?
BBC er líka með áhugaverða síðu um þróun mála í Kína og Indlandi þar sem hinir og þessir einstaklingar segja frá því hvernig þróunin er að hafa áhrif á þeirra líf.
Ég er ennþá að bíða eftir að einhver bjóði sig fram til að sponsora ferð mína til Indlands...
En það er margt áhugavert að gerast í heiminum. Um þessar mundir fer fram WWW2006 ráðstefnan í Edinborg. BBC fylgist vel með og er með viðtöl við Tim Berners-Lee og fleira. Sérstaklega áhugavert er þetta þar sem Tim Berners-Lee talar um hugmyndir netþjónustu aðila hér í Bandaríkjunum um að skipta netinu svo hægt verði að láta upplýsingaþjónustur greiða sérstaklega fyrir að fá forgang á netinu (fáránleg hugmynd að mínu mati og mjög amerísk). Hugsið ykkur ef við þurfum í framtíðinni að bíða eftir að fá upp bloggsíðu fjölskyldunnar út af því að hún tímdi ekki að borga "hraðflutningagjald"! Eða að þurfa að bíða í nokkra klukkutíma eftir tölvupósti frá vinum en að auglýsingapóstur birtist strax. Er nokkur notandi sem vill þetta?
BBC er líka með áhugaverða síðu um þróun mála í Kína og Indlandi þar sem hinir og þessir einstaklingar segja frá því hvernig þróunin er að hafa áhrif á þeirra líf.
Ég er ennþá að bíða eftir að einhver bjóði sig fram til að sponsora ferð mína til Indlands...
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.