Ísland fellur á Network Readiness lista WEF

World Economic Forum gefur árlega út lista yfir s.k. Network Readiness Index, þ.e. hæfni þjóða til að nýta sér upplýsingatækni. Undanfarin ár hefur Ísland vermt efstu sæti listans ásamt öðrum Norðurlöndum fyrir utan Noreg, sem hefur verið í 13. sæti. Efst komst Ísland árið 2004-05 þegar það var í öðru sæti á eftir Singapore. Í fyrra féll Ísland niður í 4. sæti. Í ár fellur Ísland aftur og er nú í 8 sæti.

Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru fyrir þessu falli en það hlýtur að vera nokkuð ljóst að okkur er ekki að takast að tileinka okkur tækninýjungar og notkunarmöguleika þeirra. Mér finnst ég sjá í þessu tilhneigingu okkar íslendinga til að tileinka okkur málefni í skamman tíma og halda svo að búið sé að redda málunum. En við verðum að gera okkur grein fyrir því að upplýsingatækni er í stöðugri þróaun og að mikilvægt er fyrir okkur að bregðast skjótt við breytingum og tileinka okkur nýjungar eins ört og hægt er í samskiptum, viðskiptum, menntun og stjórnsýslu.

Væri ekki rosalega sniðugt fyrir einhvern að kaupa fyrir mig skýrsluna svo ég geti greint innihaldið nánar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband