9.4.2007 | 12:35
Enn fyndnara þegar ekki er verið að grínast
Þetta minnir mig á mjög skemmtilega grein sem ég las fyrir mörgum árum - og hún átti ekki að vera grín held ég.
Á mínum unglingsárum vann ég sem sendill á Morgunblaðinu (langt síðan - í gamla gamla Moggahúsinu í Aðalstræti). Einn blaðamaður hafði límt á hurðina sína lesandabréf klippt út úr erlendu tímariti (man ekki hvaða en minnir að það hafi verið eitthvað þekkt). Í bréfinu var varað við þessa stórhættulegu þjóð á norðurhjara veraldar sem var að laumast til að vígbúast gegn heiminum. Hér var auðvitað átt við Ísland og landið nafngreint. Bréfaritarinn benti á óyggjandi sönnur fyrir því að íslendingar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Ekki þyrfti annað en að líta á loftmyndir af landinu, eða einfaldlega að fljúga yfir, og sjá reykinn sem stígur upp úr jörðinni og eru þetta greinilega neðanjarðar kjarnorkuvopnaskotpallar.
Sorglegt þegar fólk getur ekki haft húmor fyrir svona. Það missir af svo miklu.
Á mínum unglingsárum vann ég sem sendill á Morgunblaðinu (langt síðan - í gamla gamla Moggahúsinu í Aðalstræti). Einn blaðamaður hafði límt á hurðina sína lesandabréf klippt út úr erlendu tímariti (man ekki hvaða en minnir að það hafi verið eitthvað þekkt). Í bréfinu var varað við þessa stórhættulegu þjóð á norðurhjara veraldar sem var að laumast til að vígbúast gegn heiminum. Hér var auðvitað átt við Ísland og landið nafngreint. Bréfaritarinn benti á óyggjandi sönnur fyrir því að íslendingar væru að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri. Ekki þyrfti annað en að líta á loftmyndir af landinu, eða einfaldlega að fljúga yfir, og sjá reykinn sem stígur upp úr jörðinni og eru þetta greinilega neðanjarðar kjarnorkuvopnaskotpallar.
Sorglegt þegar fólk getur ekki haft húmor fyrir svona. Það missir af svo miklu.
Nær að sprengja Ísland en Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 3.5.2007 kl. 11:02 | Facebook
Athugasemdir
Er komin með þetta. Þess vegna ætlar Björn Bjarnason að búa til Íslenskan her, hann hefur komist að þessu ráðabruggi kanans.
Áslaug Sigurjónsdóttir, 9.4.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.