Ódýrar tölvur fyrir skólakrakka

Ég hef skrifað áður um "One Laptop per Child" verkefni Nicholas Negroponte og félaga hjá MIT. Þetta er s.s. ekki eina verkefnið sem miðar að því að reyna að koma upplýsingatækni í hendur nemenda og skólafólks í þróunarlöndum, en það sem heillar mig við þetta er hvað það er vel úthugsað. Markmið verkefnisins er ekki bara að skaffa skólabörnum tölvu heldur líka að samræma menntun í þessum löndum þörfum nútímasamfélags. Í stórum dráttum þýðir það að tölvurnar nýta nettækni til hins ýtrasta og hvetja notendur til að tileinka sér venjur sem koma þeim að góðu í hnattvæddu þekkingarsamfélagi. Hér er mjög athyglisverð grein sem maður skrifaði eftir að hafa heimsótt höfuðstöðvar verkefnisins. Meðal annars fékk hann að meðhöndla nýjustu frumgerð tölvunnar og að kynna sér hugbúnað sem er verið að þróa fyrir hana. Mér finnst hún flott:
Mynd af $100 tölvunni
Takið sérstaklega eftir umfjölluninni um Logowiki hugbúnaðinn. Logowiki byggir á wiki upplýsingamiðlunarbúnaði og Logo forritunarmálinu sem Seymour Papert og félagar bjuggu til á 7da áratug síðustu aldar og er forritunarmál sérstaklega hannað fyrir skólakrakka (Papert vann líka með Lego í tengslum við forritanlegu Lego Mindstorm leikföngin). Frábær lausn að mínu mati fyrir efnisstýringu í þessum tölvum og lýsing greinarhöfundar algjörlega í takt við mínar skoðanir um notkun upplýsingatækni í skólum (n.b. "user-generated" er lykilhugtakið hér):

"Wikis are important to the architecture of the software for another reason - they're part of the subversive strategy behind the machine. The OLPC team won't have control over what content is loaded onto the laptop in different countries - that's the decision of individual education ministries. But by using wikis as a content management system - rather than, say, a PDF viewer - the team manages to sneak in the idea of user-generated content into schools. Perhaps most textbook pages will be protected in a wiki structure - wiki features like discussion pages will still exist, opening new possibilities for how kids interact with schoolbooks."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Thayer

Mér finnst þessi reyndar flottari en eldri frumgerð sem var græn (tölvan var upphaflega kynnt sem "the green machine").
OLPC-The Green Machine

"Eyrun" á nýju frumgerðinni eru loftnet fyrir þráðlaust net og þau leggjast niður til að loka fyrir raufar svo það komist ekki sandur og skítur í tölvuna. Það er ekki hægt að hafa loftnetið innbyggt eins og gengur og gerist með ferðatölvur í dag því þær eru svolitlar (berðu saman við usb tengið og músina hægra megin). Mér skilst að liturinn sé liður í að koma í veg fyrir að tölvunum verði stolið og selt annað en þeim er ætlað - hafa þær auðþekkjanlegar. Það er s.s. alls ekki nóg til að stoppa óprútna aðila. En það þarf líka að hafa í huga að þær verða ódýrar og verða bara seldar í stórum upplögum til dreifingar til allra skólabarna á tilteknu svæði. Svo er auðvitað hitt að þetta er ekki tölva sem þú notar til að spila World of Warcraft eða álíka. Hverjum ætlarðu að selja barnatölvu sem fékkst gefins og er neon-appelsínugul og er þegar til í nokkrum eintökum á hverju heimili?

Tryggvi Thayer, 30.6.2006 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband