Ekkert samkomulag um Wolfowitz

Veit svo sem ekki hvaða samkomulag er verið að tala um hér en ef átt er við lokatilraun Bandaríkjamanna til að reyna að sannfæra stjórn bankans um að leyfa Wolfowitz að hverfa frá með reisn þá er víst búið að hafna því. Og gott á hann segi ég. Ég er búinn að vera stúdera bankann í næstum 2 ár núna, eða frá því rétt áður en Wolfowitz tók við stjórn.

Ég hef því fylgst með hvernig hann hefur smám saman verið að gera nafn bankans aftur að því blótsyrði sem það var hér á árum áður. Þá voru "Bretton Woods stofnanirnar" s.k. (Alþjóðabankinn og Alþjóðgjaldeyrisjóðurinn) mikið gagnrýndar fyrir þær kröfur sem þær gerðu til styrk- og lánþega sem þóttu oft óraunhæfar og ólíklegar til að stuðla að bættum hag fólks í þróunarlöndum. En stofnanirnar breyttust og reyndu að sýna í verki að þær voru tilbúnar að vinna með þróunarlöndum frekar en að skipa þeim fyrir - og Alþjóðabankinn þótti sýna meiri framför en Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn í þessu tilliti.

Svo kemur Wolfowitz, sem hafði litla þekkingu á þróunarmálum fyrir utan að hafa verið sendiherra í Indonesíu, og þykist ætla að hreinsa svolítið til. Andspillingarstefna hans bitnaði meira á fátæka alþýðu í þróunarlöndum heldur en spilltar stjórnir. Og meðan hann er að þessu er hann að kasta umtalsverðum fjármunum í dúbíus verkefni sem tengjast hagsmunum Bandaríkjanna í trássi við lög bankans. T.d. sendi hann $500m til Íraks, en lög bankans banna honum að fjárfesta í löndum þar sem ríkir ófriður og þannig ástand að landið getur ekki ábyrgst endurgreiðslu. Hvernig fellur Írak ekki undir þetta bann?

Það verður gott fyrir bankann að losna við Wolfowitz. Best væri að reka hann. Senda skýr skilaboð um að bankinn ætli ekki að funkera með þessum hætti lengur. Evrópa mætti í framhaldinu framsala sér eignarrétti á forstjórastöðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimta það sama af Bandaríkjamönnum gagnvart Alþjóðabankanum og hleypa alvöru stjórnendum að þessum stöðum en ekki alltaf þessi peð "with an agenda in their side pocket!"


mbl.is Fullyrt að Wolfowitz segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband