Hefði átt að reka hann

Það munaði svo litlu. En svona vill pólitíkin oft vera - stórlaxarnir gera aldrei neitt af sér - allt saman misskilningur.

Svo kemur stóra spurningin - hvað gerist næst? Fá Bandaríkjamenn að tilnefna pólitískan forstjóra eins og áður eða verður einhver sem er raunverulega hæfur í djobbið ráðin? Nú er tækifæri til að gera mjög jákvæðar breytingar sem gætu haft mikla þýðingu fyrir þróunarmál.

<bætt við seinna> Bandaríkjamenn ætla þá víst að fá að útnefna sinn mann aftur. Hver verður nú? Kannski Gonzales - fer hann ekki að þurfa að fá nýja stöðu? Fátt kæmi á óvart.

 

<önnur viðbót> Var að lesa yfirlýsingu Wolfowitz. Þar telur hann upp öll góðverkin sem hann hefur unnið síðustu 2 árin. En skrítið, ekki orð um stórverkin í Írak!


mbl.is Wolfowitz segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Sæll! þar sem þú ert ekki með gestabók datt mér í hug að heilsa upp á þig hér - en semsagt, ég held að við þekkjumst eitthvað lítillega síðan í Minneapolis, og nú erum við aftur nágrannar í bloggheimum!

Bestu kveðjur, Magnús

FreedomFries, 19.5.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband