Það var grein í Morgunblaðinu síðasta föstudag, 1. júní, um rannsóknir Orkuveitu Reykjavíkur á jarðhitasvæði í Djíbútí undir yfirskriftinni "Við erum mjög bjartsýnir". Í tengslum við greinina var rætt við Þorleif Finnsson, sviðsstjóra erlendra verkefna og nýsköpunar hjá OR. Þegar hann var spurður hvort um þróunarverkefni væri að ræða svaraði hann neitandi og sagði að OR fari í þetta "algjörlega á viðskiptalegum forsendum." En það er ekki það sem Vilhjálmur borgarstjóri sagði á fundi utanríkisráðuneytisins um samstarf einkageirans og hins opinbera í þróunarlöndum, sem var haldinn 17. apríl. Þar talaði Vilhjálmur um þátttöku Reykjavíkurborgar í þróunarsamvinnu og nefndi sérstaklega í því samhengi samstarf Reykjavíkurborgar, OR og ríkisstjórnar Djíbútí um þróun raforkuframleiðslu úr jarðhita þar. Virðist sem meirihluti eigenda og starfsfólk OR eru ekki alveg sammála um þessi mál...
Svo er stóra spurningin - hvað er Þorleifur eiginlega að meina þegar hann segir að þetta sé ekki þróunarverkefni, heldur bara "viðskiptalegt"? Djíbútí er vanþróað land, með þeim vanþróuðustu m.a.s. - 2006 var Djíbútí í 148 sæti á þróunarkvarða SÞ sem nær yfir 177 lönd og hafði lækkað frá 2005. Ef verkefnið gengur upp - og OR eru "mjög bjartsýnir" - þá munu þeir, að sögn Þorleifs, stofna fyrirtæki í landinu. Það hlýtur að vera augljóst að þetta komi til með að hafa gríðarleg áhrif á þróun í Djíbútí og jafnvel í löndum þar í kring. Hvernig er þetta þá ekki þróunarverkefni?
Það hljómar eins og Þorleifur sé að reyna að komast hjá því að tengja verkefnið við þróunarmarkmið, sem er nákvæmlega það sem ég varaði við í grein sem birtist í Mogganum 06.05.2007. En að hverju stefnir OR þá? Á að gera Djíbútí háð OR fyrir orku? Er það "viðskiptalega" eðlið? Svolítið gamaldags hugsun finnst mér (gúglið t.d. "dependency theory"). Hvað ætlar OR að gefa Djíbútí í staðinn annað en möguleika á að kaupa af sér orku (og hvað mun hún kosta? Djíbútí er núna með hæsta orkuverð í Austur Afríku - USD 0,20/kWh að meðaltali á móti USD 0,07 meðaltal fyrir svæðið.)? Hvað með að stuðla að aukinni þekkingu tengda jarðvarma á svæðinu - eða skapar það of mikla hættu á samkeppni?
Svo er stóra spurningin - hvað er Þorleifur eiginlega að meina þegar hann segir að þetta sé ekki þróunarverkefni, heldur bara "viðskiptalegt"? Djíbútí er vanþróað land, með þeim vanþróuðustu m.a.s. - 2006 var Djíbútí í 148 sæti á þróunarkvarða SÞ sem nær yfir 177 lönd og hafði lækkað frá 2005. Ef verkefnið gengur upp - og OR eru "mjög bjartsýnir" - þá munu þeir, að sögn Þorleifs, stofna fyrirtæki í landinu. Það hlýtur að vera augljóst að þetta komi til með að hafa gríðarleg áhrif á þróun í Djíbútí og jafnvel í löndum þar í kring. Hvernig er þetta þá ekki þróunarverkefni?
Það hljómar eins og Þorleifur sé að reyna að komast hjá því að tengja verkefnið við þróunarmarkmið, sem er nákvæmlega það sem ég varaði við í grein sem birtist í Mogganum 06.05.2007. En að hverju stefnir OR þá? Á að gera Djíbútí háð OR fyrir orku? Er það "viðskiptalega" eðlið? Svolítið gamaldags hugsun finnst mér (gúglið t.d. "dependency theory"). Hvað ætlar OR að gefa Djíbútí í staðinn annað en möguleika á að kaupa af sér orku (og hvað mun hún kosta? Djíbútí er núna með hæsta orkuverð í Austur Afríku - USD 0,20/kWh að meðaltali á móti USD 0,07 meðaltal fyrir svæðið.)? Hvað með að stuðla að aukinni þekkingu tengda jarðvarma á svæðinu - eða skapar það of mikla hættu á samkeppni?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2007 kl. 13:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.