Úthýsing rannsókna sem tekjulind og þróunaraðstoð

Í nýjasta hefti Newsweek International Edition (21-28.08.2006) er talað um topp háskóla í heiminum og alþjóðavæðingu þeirra. Meðal greinanna er ein eftir Tony Blair þar sem hann fjallar um vanda margra Evrópskra háskóla og lagalega heimild þeirra til að innheimta skólagjöld. Þá fór ég að hugsa um hvernig háskólar geta annars skapað sér tekjur. Ein hugmyndin er að demba sér í "outsourcing" (úthýsing?) æði nútímans. Í bók sinni The World is Flat talar Friedman um flókin úthýsingarsambönd sem hafa orðið til. T.d. ef við hugsum okkur hvernig tölvuleikir verða til:

1. Fyrirtæki í Bandaríkjunum fær hugmynd fyrir leik

2. Þeir úthýsa sköpun karaktera í leikinn til fyrirtækis í Skotlandi

3. Skotarnir úthýsa teikningu karakterana til Eistlands

4. Eistarnir úthýsa gerð 3-víddar módela til Rússlands

5. Í millitíðinni hafa Bandaríkjamennirnir úthýst allri forritun til Indlands

...o.s.frv.

 Ég fór að spyrja sjálfan mig hvort ekki væri hægt að gera það sama með rannsóknir þær sem fara að miklu leyti fram í háskólum og/eða háskólastofnunum og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri alls ekki vitlaust. Háskóli Íslands ætti að byrja sem fyrst að taka saman upplýsingar um rannsóknarsvið sem væri hægt að markaðsetja sem sérsvið hans á alþjóðavísu og taka laun fyrir að vinna rannsóknirnar. Þetta gætu verið allt frá flóknum rannsóknum sem þarfnast mikla sérþekkingu og reynslu - t.d. á sviða jarðvísinda, auðlinda - eða bara einfalda gagnavinnslu sem stúdentar gætu unnið að miklu leyti. Þetta er auðvitað gert að einhverju leyti nú þegar - en það er spurning hvort það megi þróa þetta meira í viðskiptalegum tilgangi. Svo vakna spurningar um "academic integrity" og allt það - en ég held að þetta sé bara útfærsluatriði - það eru hlutir sem hægt væri að gera með þessum hætti og aðrir sem ekki væri hagt að gera. Auðvitað væri þetta ekki raunhæf hugmynd ef við hefðum ekki upplýsingatæknina sem við höfum í dag. Þetta er bara spurning um að geta sent gögn fram og tilbaka og ef það er eitt sem tölvur geta og geta gert vel er að senda gögn fram og tilbaka. Svo datt mér líka í hug að þetta gæti orðið raunhæf aðferð fyrir þróunaraðstoð sem er í takt við hnattvædda þekkingarsamfélagið. Úthýsa gagnavinnslu til háskóla í þróunarlöndum til að gefa þeim tækifæri til að efla þekkingu sína og tengsl við alþjóðlega háskólasamfélagið.

Eins og með svo margar góðar hugmyndir komst ég að því eftir á að ég var ekki fyrstur - UK to outsource research to India. Það er ekki þar með sagt að þetta sé ónothæf hugmynd - við þurfum bara að hafa hraðann á. Ég er ennþá að bíða eftir að einhver sponsori ferð fyrir mig til Indlands...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband