28.8.2006 | 19:37
Saga tölvustudds náms skráð
Margir hafa fylgst með fréttum um nýtt einkaleyfi Blackboard Inc. á grunnþáttum tölvustudds námskerfis sem ég sagði frá fyrir stuttu. Eins og við mátti búast urðu margir mjög ósáttir við það að Blackboard skyldi fá einkaleyfi út á afrakstur fjölda aðila. Fór þá af stað mikil söfnun upplýsinga um sögu tölvustudds náms og er núna búið að skrá mjög ítarlegt sögulegt yfirlit á Wikipedia. Gaman er að bera saman hvernig Wikipedia síðan leit út í byrjun ágúst og hvernig hún lítur út í dag. Eflaust er þetta eitt yfirgripsmesta yfirlit yfir sögu tölvustudds náms sem hefur verið skráð.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 15.9.2006 kl. 21:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.