Upplýsingaveita um nám - enn einu sinni...

Í upphafi árs 2006 komu Kennarasambandið og Menntamálaráðuneyti sér saman um 10 skref til sóknar í skólamálum á Íslandi. Starfshópar hafa svo unnið hörðum höndum og hafa verið gefnar út áfangaskýrslur um fjölmörg málefni sem aðgengilegar eru á vef Menntamálaráðuneytisins. Þar á meðal er skýrsla starfshóps um fjar- og dreifnám sem birtist í janúar á þessu ári. Megintillaga starfshópsins samkvæmt þessari skýrslu er að stofnuð verði upplýsingaveita um fjar- og dreifnám á Íslandi.

Í skýrslunni er nokkuð ítarleg lýsing á upplýsingaveitu, hlutverki hennar og hvernig hún skal uppbyggð. Hún er mér ansi kunnugleg þessi lýsing. Í megindráttum er hún nánast eins og ég myndi lýsa Mennt.is, sem var upplýsingaveita sem Mennt - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla smíðaði fyrir um 5-6 árum og ég var verkefnisstjóri fyrir. Þetta var ekki fyrsta tilraun til að koma upp svona upplýsingaveitu, en þetta var í fyrsta skipti sem náð var svo langt að starfrækt var um tíma upplýsingaveita sem var aðgengileg á netinu.

Helstu markmið með smíði Mennt.is var að koma upp upplýsingaveitu (reyndar um allt nám fyrir ofan grunnskólastig - en þessi tillaga er um nám á grunn- og framhaldsskólastigi) þar sem upplýsingar um námsframboð á Íslandi myndu vera aðgengilegar og samanburðarhæfar. Þ.a.l. var lögð áhersla á staðlaðar lýsingar með notkun lýsigagnastaðla e.o. ISCED og LOM/IMS staðla.

Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við Menntamálaráðuneytið og lagði ráðuneytið töluvert fjármagn í verkefnið (samt ekki eins mikið og lofað var en það er önnur saga). Mér finnst því furðulegt að nú sé verið að endurreisa þessa hugmynd og að ekki skuli sagt eitt einasta orð um Mennt.is. Þó svo að upplýsingaveitan sé ekki lengur aðgengileg er öll grunnvinnan sem unnin var ennþá til. Það væri mikill vinnusparnaður að byggja á þeirri vinnu sem við lögðum í Mennt.is á sínum tíma frekar en að varpa þessu núna fram sem nýja hugmynd sem þurfi að vinna frá grunni.

Greinar sem voru skrifaðar um Mennt.is:
Grein e. Stefanía K. Karlsdóttir og mig í Morgunblaðinu 2001
Grein e. mig í CEDEFOP Info 2002

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband