27.8.2007 | 21:15
Frjáls og opin hugbúnaður í skólastarfi - margþætt verkefni
Það er fróðleg grein eftir Sigurður Fjalar Jónsson um frjálsan og opinn hugbúnað (blogg Sigurðar Fjalars er hér) í Netlu síðan í sumar. Greinin er sú fyrsta af þriggja greina seríu um frjálsan og opinn hugbúnað í skólastarfi. Þetta er nokkuð ítarlegt yfirlit yfir sögu opins hugbúnaðs, frá Free Software Foundation Richard Stallmans til Linux stýrikerfi Linus Torvalds og margt þar á milli og í kring. En það er eitt sem mér finnst sárlega vanta, sérstaklega í ljósi þess að greinaserían á að snúast um skólastarf - þ.e. hlutverk opins hugbúnaðar sem tæki til þjálfunar og lærdóms. Sigurður Fjalar einblínir á þetta "frjálsa" (e. free - frjálst og ókeypis) og þó hann velti fyrir sér hvað fær fólk til að leggja tíma og vinnu í þessa þróun virðist hann ekki hafa komið auga á þessa hlið á málinu (ýjar samt kannski að þessu í tilvísunum í Webber). En Stallman og Torvalds hafa báðir bent á þetta. Sjá t.d. Stallman hér:
og Torvalds hér:
Reyndar kemst Sigurður Fjalar lítið í skólamálin yfirhöfuð í þessari fyrstu grein og er það kannski helsti veikleiki hennar. En það kemur þá væntanlega í þeim sem á eftir koma.
Nokkrir hafa lagt það fyrir sig að rannsaka þessa "lærdóms-" hlið opins hugbúnaðs. Ég nefni sérstaklega Rishab Aiyer Ghosh. Eins hefur almennur áhugi á "open source" hugmyndafræðinni vaxið gífurlega og verið að skoða þetta í ýsmu samhengi.
Ég hlakka svo til að sjá seinni greinarnar frá Sigurði Fjalar.
Hér er ritgerð sem ég og Patrick Walsh skrifuðum um rannsókn sem við gerðum á tengslum þekkingarþróunar og þátttöku í þróun opins hugbúnaðar
Hér er svo blogg sem við notuðum meðan við vorum að vinna rannsóknina - fullt af áhugaverðum tenglum þar
"A more important reason for schools to use free software is for the sake of learning. You see, in the teenage years, some students are going to want to learn everything there is to know about the inside of the computer system."
og Torvalds hér:
"I think open source ends up being a great learning experience for the people involved. It can be a way to get 'into' a project and understand how it works at a level that is really hard to achieve if you mainly use computers just to customise other people's projects."
Reyndar kemst Sigurður Fjalar lítið í skólamálin yfirhöfuð í þessari fyrstu grein og er það kannski helsti veikleiki hennar. En það kemur þá væntanlega í þeim sem á eftir koma.
Nokkrir hafa lagt það fyrir sig að rannsaka þessa "lærdóms-" hlið opins hugbúnaðs. Ég nefni sérstaklega Rishab Aiyer Ghosh. Eins hefur almennur áhugi á "open source" hugmyndafræðinni vaxið gífurlega og verið að skoða þetta í ýsmu samhengi.
Ég hlakka svo til að sjá seinni greinarnar frá Sigurði Fjalar.
Hér er ritgerð sem ég og Patrick Walsh skrifuðum um rannsókn sem við gerðum á tengslum þekkingarþróunar og þátttöku í þróun opins hugbúnaðar
Hér er svo blogg sem við notuðum meðan við vorum að vinna rannsóknina - fullt af áhugaverðum tenglum þar
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 14.3.2008 kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir ágæta umfjöllun Tryggvi. Ég mun fjalla um opinn og frjálsan hugbúnað í skólastarfi í næstu greinum. Það er reyndar gaman að geta þess að áhersla mín og hugmyndir ríma mjög vel við skrif ykkar Walsh í "Open Source as a model for collaborative knowledge development: A case study". Áherslan hjá mér er því ekki einungis á hugbúnaðinn sjálfan, þróun hans og kostnað við innleiðingu og rekstur heldur þennan heillandi heim opins og frjáls hugbúnaðar, þessar aðferðir og hugmyndafræði og hvernig má yfirfæra þær yfir á menntasamfélagið, nám og kennslu.
sfjalar (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 09:26
Sæll Sigurður Fjalar. Ég fylgist með næstu greinum.
Ég held að það sé erfitt að heillast ekki af þessu þekkingarsamfélagi sem myndast í kringum opin hugbúnað þegar maður fer að skoða þetta. Samt virðast margir (miðað við samtöl sem ég hef átt) ekki sjá þetta. Að mínu mati eru þessi samfélög í raun dæmi um þau áhrif sem við erum alltaf að vonast eftir með upplýsingatækni í skólum. Kannski erum við að leggja of mikið á okkur... En þessi akademíska vakning í kringum þessi samfélag hefur kannski áhrif svo lengi sem fólk verði duglegt að fylgjast með.
Fyrst þú ert (að mér skilst) Moodle maður, þá veistu líklega að Dougiamas hefur sjálfur fjallað svolítið um þessi mál http://dougiamas.com/
Tryggvi Thayer, 28.8.2007 kl. 19:40
Það þarf líka að hafa í huga að skólar setja sig í þá stöðu að vera að þjálfa nemendur fyrir atvinnulíf og þurfa því að kenna á sama hugbúnað og fyrirtæki eru að nota. Þetta var að minnsta kosti svarið sem ég fékk í hvert skipti sem ég stakk upp á opnum hugbúnaði við tölvukennslu í Fjölbrautaskólanum í Ármúla þegar ég kenndi þar. En kennarar þurfa bara að hugsa þetta aðeins öðruvísi. Hugsið ykkur ef stærðfræði kennsla fælist í því að kenna nemendum að margfalda aðeins með tölunni tveimur vegna þess að það væri algengasta talan sem fólk út í heiminum margfaldaði með. Við sjáum alveg strax hvað þetta er fáránlegt. Sömuleiðis má segja að það að kenna aðeins á Microsoft Word vegna þess að það er ritvinnsluforritið sem er mest notað á vinnustöðum sé fáránlegt. Það á miklu frekar að reyna að útfæra kennsluna þannig að verið sé að kenna almenna þekkingu í ritvinnslu og fá nemendur til að skilja algengustu aðgerðir og notkun hvort sem það notar Microsoft Office, OpenOffice.org eða WordPerfect.
Páll Thayer, 29.8.2007 kl. 11:12
Mér finnst þetta dæmið þitt með töluna 2 svolítið langsótt. Líkingin sem ég hef venjulega notað er að þegar ég lærði síðast á ritvél - í níunda bekk í Austurbæjarskóla - datt engum í hug að skylda mig til að læra á IBM Selectric, sem var sennilega mikið notuð þá. Mér var bara kennt á ritvél og hvernig þær virka almennt til að ég gæti þá notað eða fljótlega lært á hvaða ritvél sem var.
Erum við ekki líka alltaf að reyna að kenna fólki að læra? Gengur nokkuð annað?
Tryggvi Thayer, 29.8.2007 kl. 16:47
Ég kýs frekar að kallað dæmið mitt "dramatískt" heldur en "langsótt."
Ég lærði á IBM Selectric í ND á meðan þú varst í IA. Eitt sem ég lærði var að losa kúluna þannig að þegar maður ýtti á lykil á lyklaborðinu þá skaust kúlan upp í loftið. Svo var hægt að stjórna því hversu langt hún fór með því að velja mismunandi lykla. En þegar ég ætlaði að yfirfæra þessa þekkingu á "manual" ritvélinna heima fann ég ekki fjandans kúluna. Gott dæmi um að læra á ákveðin hugbúnað/vélbúnað annars vegar og að læra að skilja heildarmyndina hins vegar.
Páll Thayer, 30.8.2007 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.