17.9.2007 | 22:47
Ríkisendurskoðun að slaka á kröfum til háskóla?
Mér til skemmtunar (spurning um orðaval) var ég að glugga í skýrslu Ríkisendurskoðunar "Kostnaður, skilvirkni og gæði háskólakennslu", sem kom út í sumar. Skýrsluhöfundar bera saman nám í viðskiptfræði, lögfræði og tölvunarfræði í háskólum sem það bjóða hér á landi og í nokkrum samanburðarskólum erlendis. Höfundar útskýra aðferðafræði og annað út frá "aðföngum" og "afurðum" og öðrum mælanlegum einkennum. M.a. skiptir "akademísk staða" miklu máli og þar eru taldir upp 2 mælikvarðar, menntunarstig akademískra starfsmanna og rannsóknarafköst. Hið fyrra er nokkuð skýrt - annaðhvort hefur fólk gráðuna eða ekki. En hitt gæti verið nokkuð óljóst - rannsóknarafköst gætu verið mæld (og hafa verið) í veittum einkaleyfum, áhrif á nýsköpun, og auðvitað í birtingum. Og það er þetta síðasta sem skýrsluhöfundar ákveða að treysta á og skilgreina rannsóknarafköst sem (bls. 17), Það er svo ítarlegri skýring á "Birt greinarígildi" í viðauka (bls. 69) og m.a. vísað í velþekkt rit OECD, "Frascati Manual: Proposed Standard Practice for Surveys on Research and Experimental Development" um skilgreiningu á rannsóknum. Ítarefnið bætir ekki miklu við annað en að útskýra stigagjöf fyrir bækur vs. greinar. En þessi kafli er áhugaverðastur fyrir það hvað eru margar asnalegar stafsetningarvillur - í sjálfum titli Frascati handbókarinnar ("Esperimental" [sic]), og tvær í beinni tilvitnun höfunda í handbókina ("acuire" [sic] og "whithout" [sic]). Já, það mætti segja að sé bara sikk, sikk, sikk!
En stafsetning höfunda er ekki það versta. Það versta er að þeir skulu leyfa sér að nota svona dúbíus mælikvarða fyrir jafnveigamikinn þátt í starfi háskóla sem akademísk birting er. Það verður bara að viðurkennast, hversu óréttlátt sem það kann að virðast, að birting í 50 ára gömlu fræðiriti sem er kennt við virtan háskóla hefur oftast meira að segja heldur en birting í 3. tbl. fræðirits nýstofnaðs háskóla - það er ekki það sama að birta í Nature og að birta í 'Hicksville College Journal of Natural Science and Animal Husbandry". Það er líka stór munur á því að birta grein sem engin vitnar í og sem þúsundir vitna í.
Mat á birtum greinum er sér vísindagrein út af fyrir sig og ber m.a.s. virðulegt heiti á ensku "bibliometrics" (sem er fjallað um í títtnefndri Frascati Manual sem skýrsluhöfundar höfðu víst til hliðsjónar). Það er greinilegt að birtingar eru ekki eitthvað sem er einfaldlega gert eða ekki gert. Vísindafólk birtir niðurstöður rannsókna til að hafa áhrif á það þekkingarsamfélag sem þeir vilja samsama sig við. Það gera þeir fyrst og fremst með því að birta og kynna sín verk á þeim stöðum sem líklegast er að þeir nái til sem flestra.
Háskólar á Íslandi eru ekkert öðruvísi en aðrir háskólar - þeir eru með lista yfir þau fræðirit sem æskilegast er að birta verk í og umbun kennara og vísindamanna er í samræmi við þá. Því spyr ég, hvaða gagn er af skýrslu um gæði og skilvirkni þegar skýrsluhöfundar nota allt annan og lakari mælikvarða en skólarnir nota sjálfir?
"Fjöldi ritsmíða eftir akademíska starfsmenn deildar/skorar sem birtust í ritrýndum fræðitímaritum, bókum eða ráðstefnuritum miðað við fjölda akademískra stöðugilda."
En stafsetning höfunda er ekki það versta. Það versta er að þeir skulu leyfa sér að nota svona dúbíus mælikvarða fyrir jafnveigamikinn þátt í starfi háskóla sem akademísk birting er. Það verður bara að viðurkennast, hversu óréttlátt sem það kann að virðast, að birting í 50 ára gömlu fræðiriti sem er kennt við virtan háskóla hefur oftast meira að segja heldur en birting í 3. tbl. fræðirits nýstofnaðs háskóla - það er ekki það sama að birta í Nature og að birta í 'Hicksville College Journal of Natural Science and Animal Husbandry". Það er líka stór munur á því að birta grein sem engin vitnar í og sem þúsundir vitna í.
Mat á birtum greinum er sér vísindagrein út af fyrir sig og ber m.a.s. virðulegt heiti á ensku "bibliometrics" (sem er fjallað um í títtnefndri Frascati Manual sem skýrsluhöfundar höfðu víst til hliðsjónar). Það er greinilegt að birtingar eru ekki eitthvað sem er einfaldlega gert eða ekki gert. Vísindafólk birtir niðurstöður rannsókna til að hafa áhrif á það þekkingarsamfélag sem þeir vilja samsama sig við. Það gera þeir fyrst og fremst með því að birta og kynna sín verk á þeim stöðum sem líklegast er að þeir nái til sem flestra.
Háskólar á Íslandi eru ekkert öðruvísi en aðrir háskólar - þeir eru með lista yfir þau fræðirit sem æskilegast er að birta verk í og umbun kennara og vísindamanna er í samræmi við þá. Því spyr ég, hvaða gagn er af skýrslu um gæði og skilvirkni þegar skýrsluhöfundar nota allt annan og lakari mælikvarða en skólarnir nota sjálfir?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.