Dúbíus tölfræði og stór loforð

Jú, íslensk þróunaraðstoð hefur tvöfaldast í krónum - ca. kr.800 m 2000 í ca. kr. 1.700 m 2005, en það telur engin framlög til þróunaraðstoðar í íslenskum krónum. Sem hlutfall af þjóðarframleiðslu/tekjum (skipt var yfir í tekjur 2005) hafa framlög íslendinga farið úr 0,12% af þjóðarframleiðslu (GDP) árið 2000 í 0,18% af þjóðartekjum (GNI) árið 2005, sem er bara 1,5-földun. Svo má nefna að til 2004 fór langmest af hækkunum í friðargæslu en það er nokkuð umdeilt hvers konar friðargæslu má telja fram sem framlag til þróunaraðstoðar.

Utanríkisráðherra vill að við verðum meðal þeirra hæstu. S.s. ekki bara fjórföldun til að ná 0,7 marki Sameinuðu Þjóðanna heldur með þeim hæstu:

Sweden 0,94
Norway 0,94
Netherlands 0,82
Luxembourg 0,82
Denmark 0,81


Utanríkisráðherra er þá væntanlega að leggja til að framlög okkar til þróunaraðstoðar verði ca. fimmfölduð. Og hvenær á þetta að gerast (hafið í huga að það tók 5 ár að "tvöfalda" - sem var í raun bara 1,5-földun)?

Heimildir:
Hagstofa - http://www.statice.is/Uploads/files/LH06/L061515.xls
OECD - http://www.oecd.org/dataoecd/52/9/1893143.xls

mbl.is Ísland verði í hópi þeirra ríkja sem gefi mest til þróunaraðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem væri nú áhugaverðast í þessu er, í hvað eiga peningarnir að fara? Á bara að skófla peningum í stríðshrjáð lönd og hjálpa til við fjármögnun styrjalda? Hvaða lönd eru þetta sem eiga að njóta þessarar þróunarhjálpar? Í hverju á þessi þróunarhjálp að vera fólgin? Hver er þörfin? HVAR er þörfin? Eða skiptir bara öllu máli að skrifa feitan tékka?

Gulli (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 09:37

2 identicon

Sveinn Thomsen (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

@Sveinn - Góð ábending og ég dreg þetta til baka. Ég hefði átt að kanna nýjustu tölur. Það er enn langt í að við náum þeim hæstu en er greinilega gerlegt.

@Gulli - Það er lítið mál að komast að því í hvað þetta fer. Sjá heimildatenglana mína.

Tryggvi Thayer, 29.9.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Tryggvi Thayer

Úpps, of fljótur á mér aftur. Var að sjá að þetta eru "preliminary" tölur sem þú bendir á Sveinn. Sjáum til hver verður raunin í lok árs.

Tryggvi Thayer, 29.9.2007 kl. 17:58

5 identicon

Jú þetta eru preliminary tölur, en ég geri ráð fyrir að þetta séu þær tölur sem liggja til grundvallar ræðu utanríkisráðherrans. Ég efast um að hún sé að reyna að  falsa tölur, það mundi bara koma í bakið á henni.

Sveinn Thomsen (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 09:10

6 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég gaf aldrei í skyn að verið væri að falsa tölur - bara að notaðar væru aðrar tölur en venja er. En jú það getur verið að ráðherra hafi verið að vísa í þessar tölur en hvað vitum við, það kemur hvergi fram hvaða tölur hún notar. Og í raun finndist mér svolítið vafasamt að nota óstaðfestar tölur í ávarpi af þessu tagi án þess að taka fram að þær eru óstaðfestar.

Tryggvi Thayer, 30.9.2007 kl. 09:37

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

Ég er svo mikill morgunhani - hugsa svo skýrt fyrir hádegi - að nú er ég búinn að skoða þetta betur. Og Sveinn, þó svo að miðum við óstaðfestar tölur OECD sem þú vísar á þá er þetta ekki tvöföldun á 4 árum eins og ráðherra heldur fram. Fyrir 4 árum (2003) voru framlög 0,17% og óstaðfestar tölur fyrir 2006 eru 0,27%. Þetta er samt aðeins skárra en 1,5-földunin sem ég nefni í upphaflegu færslunni því þetta er heil 1,6-földun! Þannig að ég dreg tilbaka fyrri tilbaka dráttinn minn.

Tryggvi Thayer, 30.9.2007 kl. 10:18

8 identicon

Ég giska á að ráðherrann notist við tölur áranna 2002 til 2006, þ.e. fjögurra ára tímabil og nýjustu fáanlegu upplýsingar fyrir 2006 (sem voru preliminary skv. OECD í apríl sl. en eru væntanlega traustari í dag). Og við skulum nota Bandaríkjadali. Árið 2002 námu framlög Íslands 13,9 milljónum dala. Árið 2006 námu þau 40 milljónum dala. Þetta er mjög ríflega tvöföldun, ekki satt? Sé talið í framlögum sem hlutfall þjóðartekna, er hækkunin úr 0,16% í 0,27%. Eigum við ekki að sættast á að báðir hafi rétt fyrir sér?

Sveinn Thomsen (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 15:39

9 Smámynd: Tryggvi Thayer

En eftir stendur að við getum hvorugir staðfest það sem ráðherra segir. Upphafleg gagnrýni mín stendur því enn - að ráðherra er að nota mjög óljósa tölfræði til að sýna fram á meiri árangur en tölur virðast segja til um. Að öðru leyti er mjög sáttur.

(NB tölfræði eins og 2006 tölurnar sem þú vísar í eru ekki vanalega uppfærðar oft á ári - þær eru bara settar fram og svo staðfestar í lok árs með endurskoðun. Því er engin ástæða til að ætla að hægt sé að treysta þeim frekar núna en í apríl.)

Tryggvi Thayer, 30.9.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband