8.10.2007 | 15:36
Víddir kínverskra netheima ekki svo "óralegar"
Í fréttinni segir, "Kínverskir netnotendur höfðu því nægan tíma til þess ferðast um óravíddir netheima." En við megum ekki gleyma að Kínverjar búa við mjög takmarkað netfrelsi (ath. að í frétt BBC er ekki minnst á "óravíddir" - virðist vera eitthvað sem þýðandi MBL bætti við). Það er jafnvel spurning hvort þetta hafi einhver áhrif á dreifingu tölvuvírusa sem fara um netið, þ.e.a.s. að vegna takmarkaðs aðgangs að netinu fara hlutfallslega fleiri á sömu vefi - ef tekst að sýkja þá næst góð dreifing.
Margir kannast við að kínversk yfirvöld ritskoða netið og takamarka aðgang Kínverja að miðlum sem þykja ekki við hæfi. Á vesturlöndum hefur þetta verið kallað Eldveggurinn Mikli (e. Great Firewall of China) en er kallað Gullni Skjöldurinn (e. Golden Shield Project) í Kína. Þetta er stórfurðulegt "kerfi" (ef svo má kalla því ekkert virðist kerfisbundið við það). Kínverjar loka algjörlega á suma miðla á landsvísu og eru þeir margir nokkuð fyrirsjáanlegir, t.d. vefir sem tengjast Falun Gong, gagnrýna kínversk yfirvöld og fjalla um Dalai Lama. Ástæður fyrir margar lokanir eru ekki svo augljósar, t.d. er ekki lokað á vef CNN en það er lokað á fréttavef BBC. Lokað er á suma vefi í sumum landshlutum sem ekki er lokað á í öðrum landshlutum. Stundum er lokað á vef í nokkra daga og svo opið í nokkra daga án sjáanlegrar ástæðu. Reglugerðir um netnotkun eru uppfærðar oft og er oft lítið samræmi milli eldri og nýrri reglugerða. En öll þessi ringulreið virðist vera nokkuð áhrifarík vegna þess að þetta verður til þess að yfirvöld þurfa ekki að loka kerfisbundið á allt sem óleyfilegt þykir, heldur hefur þeim tekist að fá kínverska netverja til að ritskoða sig sjálfa! Auðvitað eru alltaf einhverjir sem reyna að fara fram hjá Eldveggnum mikla og líklega töluverður fjöldi sem gerir það reglulega, en megnið að netnotendum í Kína kjósa sjálfir að passa upp á sitt vafur til að styggja ekki yfirboðara og eiga á hættu að missa það litla sem þeir hafa. Þ.a.l. er ekki ósennilegt að fleiri Kínverjar enda á sömu kínversku síðunum en ef þeir hefðu ótakmarkaðan aðgang að netinu. Smitaðu þessa vefi og þú ættir að ná góðri útbreiðslu í Kína.
Til fróðleiks má geta að í dag 08.10.2007 er lokað á þetta blogg í Kína og eins með hitt bloggið mitt á http://blog.lib.umn.edu/thay0012/leapfrog/.
Hægt er að kanna aðgengi að vefsíðum frá Kína á vefnum Great Firewall of China
Margir kannast við að kínversk yfirvöld ritskoða netið og takamarka aðgang Kínverja að miðlum sem þykja ekki við hæfi. Á vesturlöndum hefur þetta verið kallað Eldveggurinn Mikli (e. Great Firewall of China) en er kallað Gullni Skjöldurinn (e. Golden Shield Project) í Kína. Þetta er stórfurðulegt "kerfi" (ef svo má kalla því ekkert virðist kerfisbundið við það). Kínverjar loka algjörlega á suma miðla á landsvísu og eru þeir margir nokkuð fyrirsjáanlegir, t.d. vefir sem tengjast Falun Gong, gagnrýna kínversk yfirvöld og fjalla um Dalai Lama. Ástæður fyrir margar lokanir eru ekki svo augljósar, t.d. er ekki lokað á vef CNN en það er lokað á fréttavef BBC. Lokað er á suma vefi í sumum landshlutum sem ekki er lokað á í öðrum landshlutum. Stundum er lokað á vef í nokkra daga og svo opið í nokkra daga án sjáanlegrar ástæðu. Reglugerðir um netnotkun eru uppfærðar oft og er oft lítið samræmi milli eldri og nýrri reglugerða. En öll þessi ringulreið virðist vera nokkuð áhrifarík vegna þess að þetta verður til þess að yfirvöld þurfa ekki að loka kerfisbundið á allt sem óleyfilegt þykir, heldur hefur þeim tekist að fá kínverska netverja til að ritskoða sig sjálfa! Auðvitað eru alltaf einhverjir sem reyna að fara fram hjá Eldveggnum mikla og líklega töluverður fjöldi sem gerir það reglulega, en megnið að netnotendum í Kína kjósa sjálfir að passa upp á sitt vafur til að styggja ekki yfirboðara og eiga á hættu að missa það litla sem þeir hafa. Þ.a.l. er ekki ósennilegt að fleiri Kínverjar enda á sömu kínversku síðunum en ef þeir hefðu ótakmarkaðan aðgang að netinu. Smitaðu þessa vefi og þú ættir að ná góðri útbreiðslu í Kína.
Til fróðleiks má geta að í dag 08.10.2007 er lokað á þetta blogg í Kína og eins með hitt bloggið mitt á http://blog.lib.umn.edu/thay0012/leapfrog/.
Hægt er að kanna aðgengi að vefsíðum frá Kína á vefnum Great Firewall of China
Tæplega milljón tölvur hrundu í Kína vegna veirusýkinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Athugasemdir
Eins og ég segi, það virðist engin regla á þessu. Einhverntíma athugaði ég aðgengi að enska blogginu mínu þegar ég var nýlega búinn að blogga um ritskoðun Kínverja og hafði fengið nokkrar heimsóknir frá Kína og þá var opið. Mig grunar að það sé lokað á heilu bloggkerfin (allt *.blog.is) í einu og þar af leiðandi ekki verið að loka á mitt blogg sérstaklega. Svo er aldrei að vita, þetta verður kannski allt saman aðgengilegt á morgun.
Tryggvi Thayer, 8.10.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.