10.10.2007 | 09:02
Opinn hugbúnaður í alla skóla í Rússlandi
Rússar ætla að nota opinn hugbúnað í öllum sínum skólum. Þetta gæti orðið tækifæri til að fá staðfest svör varðandi notkun opins hugbúnaðar í skólastarfi sem hefur skort til þessa vegna þess að svo fáir hafa þorað að stíga þetta skref til fulls.
Þeir sem þekkja mín skrif hér á blogginu um opinn og ókeypis hugbúnað vita að ég er mjög hlynntur notkun hans í skólastarfi. Það er ekki aðeins vegna kostnaðar heldur líka að mér finnst opinn hugbúnaður bjóða upp á skemmtilegri (og eðlilegri) námsmöguleika um tölvur, hugbúnað og upplýsingaflæði en lokaðar lausnir. Hins vegar eru flestir tregir til að stíga skrefið til fulls að nota opinn hugbúnað í skólastarfi og hafa margar ástæður verið nefndar, s.s. þarfir atvinnulífsins, skort á þjónustu, þekkingarskortur kennara o.s.frv., sem mér finnst að mestu ímynduð eða skálduð vandamál. En það er erfitt að staðfesta bæði mitt álit og álit þeirra sem eru á móti notkun opins hugbúnaðar þegar fá markviss dæmi eru til að draga lærdóm af.
Auðvitað eru Rússar ekki bara að gera þetta til að bæta nám í skólum. Kostnaður vegur örugglega þyngra og ekki má líta framhjá pólitísku ástæðunum sem Bill Thompson, viðmælandi BBC í greininni sem vísað er í fyrir ofan, bendir á (svipað og lá upphafleg að baki kínversku Red Flag Linux distró, sem varð óvart að meiru en upphaflega var ætlað - spyrjið ef þið viljið vita meira um það).
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu framtaki Rússa og sjá hvaða áhrif þetta hefur í raun og veru á þekkingu nemenda um tölvur og hugbúnað.
Þeir sem þekkja mín skrif hér á blogginu um opinn og ókeypis hugbúnað vita að ég er mjög hlynntur notkun hans í skólastarfi. Það er ekki aðeins vegna kostnaðar heldur líka að mér finnst opinn hugbúnaður bjóða upp á skemmtilegri (og eðlilegri) námsmöguleika um tölvur, hugbúnað og upplýsingaflæði en lokaðar lausnir. Hins vegar eru flestir tregir til að stíga skrefið til fulls að nota opinn hugbúnað í skólastarfi og hafa margar ástæður verið nefndar, s.s. þarfir atvinnulífsins, skort á þjónustu, þekkingarskortur kennara o.s.frv., sem mér finnst að mestu ímynduð eða skálduð vandamál. En það er erfitt að staðfesta bæði mitt álit og álit þeirra sem eru á móti notkun opins hugbúnaðar þegar fá markviss dæmi eru til að draga lærdóm af.
Auðvitað eru Rússar ekki bara að gera þetta til að bæta nám í skólum. Kostnaður vegur örugglega þyngra og ekki má líta framhjá pólitísku ástæðunum sem Bill Thompson, viðmælandi BBC í greininni sem vísað er í fyrir ofan, bendir á (svipað og lá upphafleg að baki kínversku Red Flag Linux distró, sem varð óvart að meiru en upphaflega var ætlað - spyrjið ef þið viljið vita meira um það).
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu framtaki Rússa og sjá hvaða áhrif þetta hefur í raun og veru á þekkingu nemenda um tölvur og hugbúnað.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt 13.11.2007 kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.