Verður einkaleyfi Blackboard's afturkallað?

Eins og ég hef sagt frá áður fékk Blackboard Inc. einkaleyfi á tækni og lausnir sem þeir nota í skólahugbúnaði eins og WebCT, Blackboard og fleira. Um leið og þeir fengu einkaleyfið höfðuðu þeir mál á hendur fyrirtækisins Desire2Learn fyrir að selja hugbúnað í Texas sem notar tækni sem þeir telja sig hafa einkaleyfi á. Desire2Learn hefur núna svarað þessum ásökunum (pdf skjal)  og ef einkaleyfi Blackboard verður ekki afturkallað eftir þetta, er eitthvað verulega mikið að (reyndar er greinilega eitthvað mikið að þar sem þeir fengu einkaleyfið til að byrja með, en nú er spurning hvort það sé eitthvað verulega VERULEGA mikið að).

 Í svari sínu vísar Desire2Learn sérstaklega í IMS samstarfið (samstarf hugbúnaðarfyrirtækja og menntastofnana) sem stefndi að því að koma metadata módel sem þá voru til eða voru að verða til (sjá t.d. IEEE-LTSC Learning Objects Metadata) í nothæft form. Desire2Learn bendir á að fjöldi starfsfólks Blackboard tók þátt í þessu samstarfi á sínum tíma og eru fyrirtækið enn listað sem samstarfsaðili á vef IMS. Í skjali Desire2Learn er vísað í fjölda texta og verkefna frá IMS þar sem tækni og lausnir eins og þær sem Blackboard segist hafa "fundið upp" og gerð grein fyrir aðkomu Blackboard manna að þeim verkefnum. Desire2Learn hafnar kröfu Blackboard og fer fram á að dómur ógildi einkaleyfið sem um ræðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband