31.10.2007 | 23:36
Notar námsfólk Wikipedia of mikið eða ekki nóg?
Ég var að tala við vinkonu mína um daginn, sem er kennari í framhaldsskóla hér í borginni, um það hvernig námsfólk notar netið í námi sínu. Hún sagðist hafa vissar efasemdir um gagnsemi netsins þar sem nemendur eru of auðtrúa fyrir því sem þar er að finna. T.d. sagðist hún finna fyrir því að námsfólk treysti of mikið á Wikipedia. Ég vildi meina að það væri hvorki við netið né Wikipedia að sakast heldur að það er ekki næg áhersla lögð á úrvinnslu upplýsinga almennt í skólum. Hún spurði þá hvernig ætti að fara að því og ég varpaði fram ýmsum hugmyndum, t.d. að hvetja nemendur til að vinna meira með þessar upplýsingaveitur til að átta sig betur á því hvað liggur þar að baki. Svo rakst ég í dag á grein um háskólaprófessor í Bandaríkjunum sem gerði nákvæmlega þetta. Þetta reyndist vera svolítið maus, smá vesen, en á endanum fannst nemendum þeir læra mikið, að verk þeirra hafði meiri þýðingu og þeir skildu betur hvað liggur að baki þekkingarsköpun og miðlun.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.