Kostir og gallar Lögmáls Moores

BBC News vefurinn birti um daginn tvær athyglisverðar greinar um þróun örgjörva. Sú fyrsta er um nýja örgjörva framleiðslu Intel sem byggir á 45nm smára. Búist var við að þessir nýju örgjörvar myndu koma á markað á næsta ári en Intel virðist ætla að vera á undan áætlun og á undan samkeppnisaðilum.

Svo er líka viðtal við Gordon Moore, maðurinn sem setti fram Lögmál Moores fyrir rúmlega 40 árum. Lögmálið hefur verið uppfært nokkrum sinnum síðan það var fyrst sett fram, en það segir (núna) að fjöldi smára sem hægt verður að setja á kísilflögu muni tvöfaldast á hverjum 2 árum. Lögmálið hefur nokkurn veginn staðist og lítur út fyrir að ætla að standa næstu árin.

Lögmálið er nokkuð umdeilt. Núorðið virðist lögmálið ekki vera lýsing á þróun heldur krafa um þróun, þ.e.a.s. að ef örgjörvaframleiðendur fylgja ekki spá Moores eru þeir ekki samkeppnishæfir. Sumir vilja meina að það setji mikla pressu á örgjörvaframleiðendur sem kemur svo niður á neytendur sem þurfa að uppfæra tölvur sínar óþarflega oft þar sem hugbúnaðarframleiðendur miða sína framleiðslu við öflugustu örgjörva hverju sinni. Þar af leiðandi er 3ja ára gömul tölva of hægvirk til að keyra nýjasta hugbúnað.

Athyglisverðari gagnrýni er að lögmál Moores setur svo mikla pressu á örgjörvaframleiðendur til að fylgja ákveðinni þróunarbraut að þeir geta ekki varið tíma né fjármagni til að þróa nýja tækni. Ég er búinn að gera dauðaleit á netinu að greininni þar sem ég las þetta en ekkert gengið. Ef einhver finnur þetta látið mig vita.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband