15.11.2007 | 08:43
Vantar heildarsýn yfir þróunarhjálp
Ég get ekki verið meira sammála Hilmari Þóri og reyndar sagði svipað í grein sem birtist í Morgunblaðinu 06.05.2007. Það eru til ýmsar fyrirmyndir að skipulagi sem miðar að því að tryggja (eða allavega auka) heildarsýn og þykir slíkt hafa gert þróunarhjálp markvissara.
Í skýrslu utanríkisráðherra sem var gefin út í vor settu höfundar fram tvær leiðir sem þeir töldu stuðla að samræmingu þróunaraðstoðar. Báðar leiðirnar fela í sér samruna opinberra stofnana sem hafa með þróunarmál að gera. En höfundar ganga út frá því að hlutverk þróunaraðstoðar sé að stuðla að hagsmunarekstri okkar erlendis en ekki að þróunaraðstoð verði gerð skilvirk gagnvart þeim sem þiggja aðstoð og hafna þeir því hugmyndum sem eru á þá leið sem Hilmar Þór leggur til.
Þessi hugmynd Hilmars Þórs um að þróunarmál verði á ábyrgð eins samræmingaraðila sem stendur utan við þær stofnanir sem taka beinan þátt í þróunarhjálp þarf því að skoða betur. Þetta er það sem þær þjóðir (sjá t.d. DFID í Bretlandi) hafa verið að gera sem koma best út úr mati á skilvirkni þróunaraðstoðar.
Í skýrslu utanríkisráðherra sem var gefin út í vor settu höfundar fram tvær leiðir sem þeir töldu stuðla að samræmingu þróunaraðstoðar. Báðar leiðirnar fela í sér samruna opinberra stofnana sem hafa með þróunarmál að gera. En höfundar ganga út frá því að hlutverk þróunaraðstoðar sé að stuðla að hagsmunarekstri okkar erlendis en ekki að þróunaraðstoð verði gerð skilvirk gagnvart þeim sem þiggja aðstoð og hafna þeir því hugmyndum sem eru á þá leið sem Hilmar Þór leggur til.
Þessi hugmynd Hilmars Þórs um að þróunarmál verði á ábyrgð eins samræmingaraðila sem stendur utan við þær stofnanir sem taka beinan þátt í þróunarhjálp þarf því að skoða betur. Þetta er það sem þær þjóðir (sjá t.d. DFID í Bretlandi) hafa verið að gera sem koma best út úr mati á skilvirkni þróunaraðstoðar.
Vanþróað þróunarstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.2.2010 kl. 07:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.