Svikin loforð við þróunarlönd?

Hafa Íslendingar staðið við sérstök loforð sem voru gefin um framlög til vanþróaðra landa til að kljást við afleiðingar loftslagsbreytinga?

The Guardian sagði frá því í gær (24.11.07) að Íslendingar, ásamt öðrum Evrópulöndum, Kanada og Nýja Sjálandi, hafa ekki staðið við loforð um að gefa umtalsvert fé til vanþróaðra landa til að aðstoða þau við að kljást við vandamál sem tengjast loftslagsbreytingum. Yfirlýsingin sem þessi lönd gáfu út er hér og er fjallað um hana m.a. hér. Í yfirlýsingunni lofa þessi lönd að auka framlög yfir næstu árin til að ná USD 410m frá og með 2005 og hvetja önnur lönd til að gera það sama.

Umfjöllunin í Guardian byggist aðallega á tölum sem voru birtar í tengslum við ársfund Global Environment Facility (GEF) í síðustu viku en búist var við því að stærsti partur af framlögum landanna myndi renna í Special ClimateChange Fund (SCCF) sem GEF sér um. Þar kemur fram að framlög í þennan sjóð frá þessum löndum er langt fyrir neðan það sem búist var við. Framlög Íslendinga til sjóðsins eru engin, sem kemur ekki á óvart þar sem við erum ekki meðlimir í GEF (eitt fárra Evrópuþjóða - fljótt á litið sýnist mér það vera við og Liechtenstein sem eru ekki með).

Einn viðmælandi Guardian bendir réttilega á að aldrei var gert ráð fyrir að allt það fé sem lofað var rynni beint í SCCF (þetta er mjög skýrt í yfirlýsingunni). Annar viðmælandi hjá skrifstofa Breta sem hefur yfirumsjón með þróunarmál heldur því fram að Bretar hafi staðið við sínar skuldbindingar þegar allt er tekið í reikninginn. En bent er á að þessar tölur taki venjuleg framlög til þróunarmála með í reikninginn og að þetta áttu að vera aukaframlög.

Fróðlegt væri að vita hvernig við Íslendingar höfum staðið við þetta loforð. Ég hef s.s. ekki gert ítarlega leit að gögnum en fljótleg yfirferð yfir upplýsingar á vef utanríkisráðuneytisins hefur ekki leitt neitt í ljós.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband